Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 50

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 50
H ér er gripið niður í kaflanum Paradísarfugl-inn fló og gelti, þar sem Egill lýsir samvinnu Spilverks þjóðanna og Megasar við gerð einnar rómuðustu plötu Íslandssögunnar; Á bleikum nátt- kjólum. Sumir í kringum okkur voru lítt hrifnir af því að Spil- verkið færi í samstarf við þennan voðalega mann og margir urðu til þess að skamma okkur og átelja fyrir það. En við bárum óttablandna virðingu fyrir Megasi og litum á þetta sem heiður. Ég var mikill aðdáandi Megasar og lagasmíðar hans voru Lilja sem við vildum gjarnan kveðið hafa. Það var köflótt ástand á Magn- úsi á þessum tíma og gekk ekki alltaf vel að ná í hann og stundum til hans þó hann væri til staðar. Snemma sóttum við hann í eitthvert greni í smáíbúðahverfinu og aðkoman var skelfileg, þarna bjó hann í bílskúr við mikla óreiðu og sóðaskap, en ég tók eftir því að ólíkt öllu innanstokks þá var fullkomin regla á bóka- og plötusafninu og hinu svokallaða möppusafni þar sem voru um það bil tólf möppur fullar af frumsömdu efni. Megas hafði þann hátt að skrifa texta og nótur niður og setti svo lögin inn í möppurnar. Allt var þar vel frágengið, hreinskrifað og í krónólógískri röð með dagsetning- um og öllu. Það varð úr að við fengum möpp- urnar í hendur og völdum svo úr þeim lögin á plötuna, þau voru ýmist á þremur strengjum, píanópartur með laglínu og texta, og stundum var um að ræða „lead sheet“, laglínu með bók- stafahljómum og uppgefinni bass- anótu og jafnvel með hugmynd að mótröddum við laglínu. Í þessu fyrsta uppleggi frá Megasi voru um það bil sjötíu lög, minnir mig. Mér þótti Meg- as treysta okkur vel til að velja lögin og eins að láta okkur um að koma með hugmyndir að útsetningum. Þó hafði hann gjarnan á orði að kannski mætti rokka lögin upp. Hann vitnaði gjarnan í hin og þessi Dylan- lög þar sem honum þótti hafa tekist vel með útsetn- ingar. Þegar við höfðum valið lögin, með hliðsjón af því sem Megas vildi absólút sjálfur hafa á plötunni, virtist þetta koma svolítið af sjálfu sér. Við vorum ekki á því að rokka lögin upp, heldur vildum við leita útsetninga sem bæði texti og lag kallaði eftir. Við vorum einnig á því að Megas ætti að leggja sig eftir því að skila text- anum með skýrum og góðum framburði. Þá vildum við að tempó eða hraði laganna réðist af því hvað hentaði textaflutningnum best og oftar en ekki hægðum við á lögum svo textinn fengið notið sín til fullnustu. „Á þetta að vera eins og í Pólýfónkórnum?“ Við komumst fljótlega að því að Megas var í grunninn frábær söngvari. Enda hafði hann sungið með kórum sem ungur drengur. Hann lét vel að stjórn og orðaði þetta þannig að hann vildi vanda sig, eins og í sunnu- dagaskólanum – bera orðin fallega fram og svo hló hann. Á bleiku náttkjólunum syngur hann mörg laga sinna snilldarvel – ég er á því að það megi í einhverju þakka okkur spilverkurum – við störfuðum á honum og kröfðumst þess að allt heyrðist, án þess að það kæmi niður á hans persónulega stíl – þetta var erfitt og oft virtist Megas sjálfur verða pirraður á aðfinnslunum – þó hann væri til fyrirmyndar og ávallt kurteis í þeim pirringi. Lög sem mér þóttu takast einstaklega vel voru „Orfeus og Evridís“ og líka „Heimspekilegar vanga- veltur um þjóðfélagsstöðu“ ... sem er meistaralega flutt, fyrir utan að tónsmíðin er fyrsta flokks í báðum þess- ara laga. En ekki má gleyma því að hann var Meistar- inn og ekki alltaf alveg til í að láta einhverja hálfgild- ings unglinga, sem við vorum, segja sér fyrir verkum. „Á þetta að vera eins og í Pólýfónkórnum?“ sagði hann stundum og vildi rokka þetta upp. Lögin sem við unnum í nánu samstarfi við Megas voru „Paradísarfuglinn“ og „Við sem heima sitjum“. Megas var ánægður með þessi lög, hann þráði innilega að vera rokkari og jafnvel pönkari, en pönkið var á þessum árum ekki komið til landsins, þó það hefði fæðst árinu áður á meginlandinu og á Englandi. Við lögðum til bassagang, hljómana og bítið, hann var með textana og deklameraði laglínuna í hálf-söng. Ég held að það megi segja að þetta hafi verið fyrstu lögin sem tekin voru upp á Íslandi, þar sem gætti pönkáhrifa. Tómas í prufum hjá Sex Pistols Ég hafði séð Sex Pistols í London sumarið sem við Stuðmenn vorum að taka upp Tívolíplötuna, algjörlega óvart. Þeir voru sennilega varla þekktir í London þegar þetta var. Ég gekk á hljóðið og inni á skítugum pöbb við King’s Road stóð tölu- verður fjöldi fólks framan við lítið svið þar sem John Joseph Lydon eða Johnny Rotten stóð með félögum sínum í Sex Pistols og hrópaði og öskraði alveg óskiljanlega reiður; hávaðinn í hljómsveitinni var ærandi og takturinn óbeislaður og hraður og stefna laga fullkomlega óviss. Ekki hafði ég hugmynd um að ég hefði séð eða heyrt Sex Pistols fyrr en töluvert löngu síðar – þegar ég sá mynd af Johnny í blöðum og þekkti manninn aftur frá þessu laugardagssíðdegi á King’s Road. Jakob var þá í kunn- ingsskap við umboðsmann þeirra, hinn þekkta Malcolm McLaren, sem rak sérkennilega búð á King’s Road ásamt sambýliskonu sinni, Vivienne Westwood, búðin hét einmitt Sex. Gott ef við fórum ekki í búðina með JFM og heilsuðum upp á parið sem var æði skrautlegt um fax og farða. Gólfið í búðinni hallaði ískyggilega og tröppur úti fyrir innganginum voru ævintýralega skakkar og ef ég man rétt snerust þarna klukkuvísar á stórri skífu bæði öfugt og skrykkj- ótt. Þarna inni héngu svo undarlegustu flíkur. Nær allt var í svörtu og svo var einstaka keðja eða eitthvað sem líktist hlekkjum, silfrað. Þetta voru svokallaðir latex- búningar, ætlaðir fólki á öllum aldri sem hafði ýmist yndi af að ógna öðru fólki í hálfkæringi með píski, nema það væri á hinn veginn að það vildi láta annað fólk píska sig til léttilega og áfram. Sex Pistols hófu sinn feril í Majestic Studio í Clap- ham. Það var nánast á sama tíma og við Stuðmenn tók- um upp Sumarið Sýrlenska. Skömmu síðar var Tómas M. Tómasson kallaður í prufu hjá sveitinni sem mögu- lega verðandi bassaleikari en þótti of góður og því var ráðinn miklu síðri maður en Tómas, Sid Vicious. En þeir voru hrifnir af útliti Tomma og það var allt rétt við hann, hann gat verið ógnandi í útliti, hárið mátti setja í kamb, hæðin var rétt og hann var þvengur mjór, sem var best, enda voru þeir í andstöðu við millistétt og velmegun – það eina sem þeir fundu að Tómasi var að hann var of klár á bassann og alltof músíkalskur. En þetta band þótti mér skelfilegt þá – og í raun varð ég fyrir hálfgerðu kúltúrsjokki að heyra svona nokkuð í miðri London, á þessum líka flotta stað í bænum. Há- vaðinn var svo mikill, ég var allan næsta dag með hellu, en viðhorfið – eða andófið var líka rosalegt. Ekki sá ég betur en þeir hræktu í átt að fólkinu sem virtist láta sér það vel líka. Af og til rauk einhver virðulegur maður upp á sviðið og öskraði í hljóðnemann „The Queen is dead“, og svo kom nafnaruna með viðhenginu „... it sucks“, ég botnaði ekkert í þessu, skildi þetta ekki. Unnið að Á bleikum náttkjólum Egill Ólafsson hefur lifað viðburðaríku lífi, kynnst og unnið með fjölda fólks af öllum sviðum þjóðlífsins og kann að lýsa því af næmri tilfinningu. Í Egils sögum lifnar Reykjavík stillansa og nýreistra blokka í nýjum hverfum austurborgarinnar, tíðarandi hippaáranna og MH, Spilverkstíminn, ævintýri Stuðmanna og Þursa, árin í leikhúsinu og íslenska kvikmyndavorið. Páll Vals- son skráði. Þegar Egill hafði hár. Egill og Meistarinn á góðri stund á Dunhaganum að leggja drög að söngleiknum um Grísalappalísu sem þeir ætluðu að semja ásamt Bjólunni eftir Bleiku náttkjólana. 8.990 Fæst líka í 140x200cm PRINSESSAN Á HEIMILINU 70x100cm Vinsæli mjúki pakkinn fyrir börnin. Mikið úrval af barnarúmföt. Jólagjöfin fæst hjá okkur LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI 50 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.