Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 72

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 72
Helgin 4.-6. desember 201572 tíska & útlit Virka daga 08.00 – 18.00 Laugardaga 10.00 – 14.00 Opnunar -tími Borgartúni 22 Rvk. Dugguvogi 4 Rvk. Gleráreyrum 2 Ak. Dalshrauni 11 Hfj. S ími : 5 8 8 8000 s l ipp fe l ag id . i s www.slippfelagid.is SKREYTUM HÚS 45% AFSLÁTTUR SÁ ALLRA VINSÆLASTI TIL JÓLA Gæði Reynsla Þjónusta Soffía Dögg hjá Skreytum hús valdi litinn Fæst einungis í Slippfélaginu FRÍAR LITAPRUFUR 1902 Síðan Það er engin tilviljun að Skreytum hús liturinn okkar er einn sá allra vinsælasti hjá okkur núna í innimálningu. Hann gefur þessa hugljúfu mjúku stemmingu en er í senn sérstaklega elegant og klassískur Æskufélagarnir Leifur og Tómas stofnuðu viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum í litlum bílskúr fyrir 11 árum síðan. Í dag reka þeir útivistarbúðina GG Sport á Smiðjuvegi þar sem ávallt ríkir létt og skemmtileg stemning. Mynd/Hari. Gúmmíbátaviðgerð sem varð að útivistarverslun GG Sport er útivistarverslun og þjónustuverkstæði sem býður upp á allt fyrir sjó- sportsiðkendur, fjalla- og göngugarpa. GG Sport er í eigu tveggja æskuvina og var upphaflega stofnað sem viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum. Í dag reka félagarnir sérverslun og verkstæði á Smiðjuveginum í Kópavogi. G G stendur fyrir Gúmmí-bátar og gallar og var fyr-irtækið upphaf lega við- gerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum. „Við hófum störf í bíl- skúr árið 2004. Fljótlega bættist við innflutningur á vörum tengd- um sjó- og fjallasporti,“ segir Leif- ur Dam Leifsson, sem stofnaði fyrirtækið ásamt æskufélaga sín- um, Tómasi Jóni Sigmundssyni. Allt fyrir sjó- og fjallasportið GG Sport er útivistarbúð með allt fyrir sjó- og fjallasportið. „Búðin er innréttuð af okkur sjálfum, mikið til úr endurnýtanlegu efni því við viljum leggja umhverfinu lið,“ segir Leifur. Þeir Tómas eru vel upplýstir um vörurnar sem fáanlegar eru í versluninni, enda miklir útivistar- menn. „Viðskiptavinurinn skiptir höfuðmáli og fólk kann að meta hversu upplýst við erum auk þess Varirnar. Kalda loftið leikur um varirnar þegar við öndum því að okkur sem veldur því að þær þorna og flagna. Best er að bera varasalva á varirnar áður en maður fer út og nokkrum sinnum yfir daginn til að draga úr rakamissi. Það getur einnig verið gott að setja smá af augnkremi á varirnar áður en varasalvinn er borinn á. Það er líka nauðsynlegt að bera varasalva á varirnar áður en varalitur er settur á sérstaklega ef hann er mattur. Einnig má blanda saman púðursykri og hunangi og nudda varirnar til að losa dauðar húðflögur til að halda þeim fal- legum og mjúkum. Andlitið. Rakakremið er nauðsynlegt að nota daglega til að viðhalda góðum raka í húðinni. Þá skiptir mestu að þekkja sína húð- gerð til að velja rétt rakakrem, en hægt er að fá fljótlega húðgreiningu á snyrti- stofum. Áður en farði er borinn á húðina er gott að nota léttan andlitsskrúbb einu sinni til tvisvar í viku en bera alltaf raka- krem á hana. Best er að nota fljótandi farða því hann blandast vel við húðina og gefur náttúrulega áferð. Ágætt er að bera farðann á húðina með förðunar- bursta til að fá jafnt og fallegt útlit. Augun. Ekki má gleyma húðinni í kringum augum. Það er ekki ráðlagt að nota hefðbundið rakakrem á húðina í kringum augun þar sem hún er þynnri og við- kvæmari. Hinsvegar gildir það sama um húðina í kringum augun og aðra húð að það þarf að bera á hana krem til að við- halda raka. Best er að bera rakagefandi augnkrem á húðina kvölds og morgna, á hreina húð og passa að þrífa alla augn- málningu af á kvöldin. Þar að auki er best að forðast augnskugga sem þurrka húðina eða nota rakagefandi primer undir augnskugga. Hendurnar. Notaðu vettlinga til að halda góðum hita á höndunum, til að koma í veg fyrir að kalda loftið nái til þeirra. Ágætt er að bera handáburð á þær áður en farið er út í kuldann og nokkrum sinnum yfir dag- inn. Til að halda þeim mjúkum er hægt að skrúbba þær með heimatilbúnum skrúbb úr púðursykri, kókos- eða ólífu- olíu og örlitlu af hunangi. Til að halda nöglunum fallegum er gott að nudda þær með olíu og ýta varlega niður nagla- böndunum, þetta má jafnframt gera klukkustund áður en þær eru lakkaðar.  Förðunarráð í kuldanum Barist gegn þurrki Nú Þegar kalt er í veðri finna margir fyrir þurrki í húðinni og á vörunum. Því fylgir ákveðin áskorun sérstaklega þegar viðkem- ur förðun. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hjálpa í baráttunni gegn þurrki. sem við beinum fólki í rétta átt ef svo ber undir.“ Jólagjöf útivistarfólksins „Við erum með mikið úrval af vörum sem henta vel í jólapakkann á hag- stæðu verði,“ segir Leifur. Ullar- fatnaður, gönguskór og aukahlutir í útivistina verða vinsælar jólagjafir í ár að hans mati. „Icebreaker ullar- fatnaðurinn er mjög vinsæll, enda hágæða 100% merino ull sem sting- ur ekki. Við seljum mjög mikið af ítölskum gönguskóm frá AKU. Þeir eru á mjög hagstæðu verði og eiga auðvelt með að keppa við dýrustu merkin. Keðjubroddar og bakpokar frá Osprey koma þarna fast á eftir og svo eigum við allt í sjósundið.“ Traust og ánægja GG Sport kemur víða við þó svo að fyrirtækið sé þekktast sem úti- vistarbúð. „Við erum enn með verk- stæði auk þess að skjóta rótum á öðrum vettvangi,“ segir Leifur. GG Sport hefur til að mynda þjónu- stað björgunarsveitirnar frá upp- hafi. „Við höfum byggt upp traust- an kúnnahóp sem stækkar á milli ára. Margir af okkar kúnnum koma reglulega í kaffi, bara til að spjalla og skoða,“ segir Leifur. GG Sport er staðsett á Smiðjuvegi 8 (græn gata) í Kópavogi. „Langflestar vör- urnar eru á www.ggsport.is og fyr- ir þá sem eru með Facebook erum við alltaf með nýjungar og spenn- andi tilboð þannig að það er um að gera að vera vinur okkar þar,“ segir Leifur. Unnið í samstarfi við GG Sport
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.