Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 78

Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 78
Náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri Femarelle er náttúruleg vara og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa, svo sem hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og verki í liðum og vöðvum. Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 14 árum. E va Ólöf Hjaltadóttir hefur glímt við sykursýki og veik-indi í skjaldkirtli í dágóðan tíma og tekið lyf vegna þeirra. „Ég hafði þyngst vegna lyfjanna og hef einnig verið með gigt og haft verki vegna hennar. Mér fannst óþægilegt að vera of mikið innan um fólk, ég var orðin svolítið þunglynd af vanlíð- an. Mér fannst ekki gott að vera inn- an um hávaða og var því mjög mikið að einangrast frá félagslífi. Ég er rúmlega sjötug og var ekki sátt við hvernig mér leið, ég vildi geta tekið meiri þátt í lífinu. Ég las umfjöllun í blaðinu um Femarelle og leist vel á að prófa náttúrulega og hormóna- lausa meðferð, sérstaklega þar sem ég sá að hún getur linað verki.“ Allt annað líf Eftir fjögurra mánaða notkun á Fem- arelle hefur Eva Ólöf endurheimt sitt fyrra líf. „Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn, í sund og sæki félagsvist- ina og fer í bingó vikulega. Mig er hætt að verkja um allan líkamann og ég nota Femarelle sem náttúru- lega verkjameðferð því að ef ég er með verk, þá tek ég aukalega af því. Svo er það besta við þetta að núna segja börnin mín og tengdabörn að ég sé orðin svo lífleg og hress, mér finnst mun meira gaman að hitta barnabörnin mín, því ég get veitt þeim betri athygli. Ég hef þar að auki misst 11 kíló án þess að reyna það, vegna þess að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin, mér líður vel af þeim og ég mæli með þeim við vinkonur mínar.“ Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebo- ok-síðunni IceCare þín heilsa. Unnið í samstarfi við Icecare „Mér líður svo vel að nú get ég farið dag- lega út að ganga með hundinn, í sund og sæki félagsvistina og fer í bingó vikulega,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, eftir að hafa tekið inn Femarelle hylkin í nokkra mánuði. Femarelle: n Öruggur kostur fyrir konur. n Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefn- truflanir, nætursvita, skapsveiflur og óþægindi í liðum og vöðvum. n Þéttir bein. n Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. n Náttúruleg lausn, inniheldur Tofu-extract og hörfræja-duft. n Inniheldur engin hormón eða ísóflavóníða. n Staðfest með rann- sóknum síðustu fjórtán ár. n GMO frí Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum Vistor kynnir: Pevaryl skeiðarstíla og Pevaryl krem til stað- bundinnar notkunar við sveppasýkingum í leggöngum. P evaryl sveppalyf fæst án lyf-seðils og er ætlað til sjálfs-meðhöndlunar á sveppasýk- ingum í leggöngum fyrir konur sem áður hafa verið greindar hjá lækni og þekkja einkennin. Pevaryl inniheldur virka efnið econazol sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Econazol frá- sogast lítið og er því fyrst og fremst um staðbundna verkun að ræða. Að sögn Guðnýjar Traustadóttur, mark- aðstengils hjá Vistor, er mikil reynsla komin á lyfið en Pevaryl hefur verið á markaði hér á landi í 35 ár og verið notað af fjölda kvenna. Fjöldi kvenna á barneignaraldri fær einhvern tím- ann sveppasýkingu í leggöng og um það bil helmingur þeirra fær hana að minnsta kosti einu sinni aftur. Sýk- ingin kemur frá smásæjum sveppi, „Candida Albicans,“ sem almennt er til staðar í líkamanum en ef jafnvægi hans raskast getur það valdið sveppa- sýkingu. Einkenni sveppasýkingar Helstu einkenni sveppasýkingar eru kláði í og utan við leggöng, hvítleit og jafnvel kornkennd út- ferð. Slímhúðin getur auk þess verið sár, þurr og með sviða. Sveppasýking þrífst best þar sem er rakt, hlýtt og þétt, svo sem í leggöngum. Sveppasýking herjar oft á konur á barneignaraldri þar sem þær hafa meira af hormóninu östrógeni, en það eykur glúkósa- magn í leggöngunum sem svepp- urinn nærist á. Auk þess kemur sveppasýking oft fram í tengslum við sýklalyfjameðferð að sögn Guðnýjar. Að sögn Guðnýjar getur það verið kostur að nota staðbund- ið lyf eins og Pevaryl við sveppa- sýkingum í leggöngum þar sem frásog þess er lítið. Unnið í samstarfi við Vistor Pakkningar Pevaryl: n 1 Depot forðastíll og krem (samsett meðferð) n 3 Skeiðarstílar og krem (samsett meðferð) n 1 Pevaryl depot forðastill (eins dags meðferð) Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn. Berið kremið á og í kringum leggangaop og/eða á ska- pabarmana 2-3 sinnum á dag þar til óþægindin eru horfin og í þrjá daga til viðbótar. Þegar keyptur er pakki með 3 stílum er mjög mikilvægt að klára meðferðina þ.e. 3 kvöld í röð. Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki skal nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Pevaryl 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll og Pevaryl 1% krem (í samsettum pakkningum) (innihalda econazolnítrat) eru breiðvirk sveppalyf við sveppasýkingum í leggöngum (leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa). Skammtar: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð (Pevaryl skeiðarstíll) eða einu sinni (Pevaryl Depot skeiðarstíll). Krem: Berist á svæðið í kringum leggangaop og endaþarmsop 23 á dag. Meðferð á að vara í 3 daga eftir að óþægindi eru horfin. Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð og berið kremið á tvisvar á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það. Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega fyrir notkun skeiðarstíla. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð: Pevaryl og Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum. Ef fram koma merki um ertingu eða ofnæmi skal hætta meðferð. Pevaryl krem inniheldur bensó- sýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (snertiexemi) eða haft ertandi áhrif á augu og slímhúð. Pevaryl skeiðarstílar innihalda efni í olíugrunni sem getur haft áhrif á og dregið úr öryggi latex- hetta og latexverja. Ekki skal nota lyfin samtímis slíkum verjum. Þeir sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Meðganga / brjóstagjöf: Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema skv. læknisráði. Nota má Pevaryl á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið. Ekki er þekkt hvort econazolnítrat berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum með barn á brjósti. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden AB. Um- boð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000 Pevaryl stíll og krem fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Slökun í skammdeginu D esember er nú runninn upp með öllu sem honum fylgir, jólaundirbúningi og jóla- snjó, að ógleymdu jólastressinu. Í allri ösinni er því mikilvægt að gefa sér tíma til að slaka á, þó svo að það sé ekki nema í örlitla stund. Jóga- fræðin innihalda fjöldann allan af slökunarstöðum sem geta hjálpað okkur að finna innri frið í jólaösinni. Hundurinn Adho Mukha Svanasana Byrjaðu á fjórum fótum með hendur undir öxlum og hné í mjaðmabreidd. Lyftu svo mjöðmum upp í loft og pressaðu hælana að jörðu. Finndu hrygginn lengjast án þess að fara með axlir upp að eyrum. Ef þú finnur kryppu í efra bakinu, þá er gott að beygja hnén dálítið til að finna opnun í efra bakinu. Andaðu djúpt og rólega í um það bil 10 andar- drætti. Barnið Balasana Sestu á hælana með ennið í gólf og hendur niður með síðum. Barnið er hvíldarstaða. Ein- beittu þér því að öndun- inni. Staðan hjálpar að virkja hné, bak og axlir og dregur úr verkjum í hálsi og hnakka með því að losa um spennu. Myndir/Getty Helgin 4.-6. desember 201578
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.