Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 94

Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 94
O logies sem kom út árið 2008 var efni sem ég hafði unnið eftir ákveðna leit að einhverju konsepti sem ég datt niður á við gerð tónlistar- innar,“ segir gítarleikarinn Guðmundur Pétursson. „Mig langaði að treysta alfarið eigin bragðlaukum. Elabórat var svo gerð 2011 undir sömu formerkjum og má segja með einhverjum hætti að Sensus sé að einhverju leyti lokapunkturinn í þessari vinnu,“ segir hann. „Það er allavega til- finningin sem maður hefur. Þegar ég gerði Ologies þá setti ég mér ákveðnar vinnu- reglur, þar sem ég eyddi heilli viku í senn að klára hvert lag, og sá hvert það leiddi mig,“ segir Guðmundur. „Þannig datt ég meira og meira niður á ákveðin stíl sem ég hef svo verið að þróa síðan. Það má segja sem svo að þetta sé minn stíll. Það getur verið erfitt að finna út hvað maður vill hlusta á, þegar manni finnst maður hafa hlustað á allt,“ segir hann. „Kannski sest maður þá niður og reynir að búa það til. Áhrifin koma auðvitað úr ýmsum áttum. Allt frá einhverju nýrómantísku syntha- rokki, yfir í amerískan delta-blús. Ásamt einhverjum flækjum úr framúrstefnulegu rokki yfir í dökkan idie-rokk hávaða, í bland við tilfinningaþrunga. Jafnvel húmor- ískan,“ segir Guðmundur. „Annars veit ég það ekki. Það er varasamt að nefna húmor í þessu samhengi, nema í algeru framhjá- hlaupi,“ segir hann. „Ég hef verið að vinna að þessari plötu með hléum í tvö til þrjú ár. Það var meira svona hugmyndavinna, en undanfarið ár hef ég verið að taka hana upp.“ Með Guðmundi á plötunni leika þeir Kristinn Agnarsson á trommur, Samúel J. Samúelsson á básúnu og Haukur Gröndal á saxófóna, flautur og klarínett. „Málið við þessa músík er það að hún er blanda af því að vera rythmísk band músík, yfir í það að vera mjög útsett. Músíkin er hugsuð út frá því að allir partar tali við hvorn annann,“ segir hann. „Oft eru ekki skýr skil á milli tónsmíðarinnar og útsetninganna. Oft eru hugmyndirnar byggðar á ákveðnum hljóð- heim og þá þarf að teikna hann upp og úr verður lag. Ég reikna með því að flytja þetta efni á nýju ári en ég er líka að undir- búa tónleika sem ég er að halda með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands í mars,“ segir hann. „Það er annar vígvöllur. Ég mun spila tvo konserta með þeim. Annars vegar klassískan kosert eftir Manuel Ponce, og hins vegar verk eftir mig sem er fyrir raf- magnsgítar og sinfóníuhljómsveit. Ég var beðinn um að spila konsert með sveitinni og í hugmyndamótuninni varð það ofan á að ég mundi semja verk af þessu tilefni,“ segir Guðmundur Pétursson gítarleikari. Sensus fæst í öllum betri hljómplötu- verslunum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik, mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland mánudagskvöldið 7. desember í Þjóð- leikhúskjallaranum. Anthony er í einum þekktasta spunaleikhópi Bandaríkjanna, Ass- sscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í New York. Gestir Spunaleikhússins þetta kvöld eru heldur ekki af verrri end- anum. Ingvar E leikur sitt hlutverk úr senu, á móti Anthony sem veit ekki um hvað senan er og spinnur á móti. Ari Eldjárn fer með sannsögulegan mónó- lóg út frá einu orði frá áhorfendum, og leikhópurinn spinnur sýningu ásamt Anthony út frá sömu aðstæðum. Karl Olgeirsson spilar undir frumsömdum söngleik og margt fleira. Næstu sýningar Improv Ísland eru ekki fyrr en í febrúar, svo þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um spuna og almenna skemmtun að at- huga. Miðasala er á midi.is og leikhusid.is og hefst sýningin kl. 20.00. -hf Spunaveisla í Þjóðleikhúskjallaranum  LeikList Bandrískur spunaLeikari MeÐ iMprOV ísLand Anthony Atamanuik kemur fram með Improv Ísland.  tónList GuÐMundur péturssOn Gefur út pLötuna sensus Varasamt að nefna húmor í þessu samhengi Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónskáld hefur nú sent frá sér nýja plötu sem ber heitið Sensus. Hann hefur áður gefið út plöturnar Ologies árið 2008 og Elabórat árið 2011. Sensus er eins konar lokaþáttur í þessarri þrennu en tekur um leið alveg nýja stefnu tónlistarlega. Áhrifin eru margslungin eins og í fyrri verkum Guðmundar, þótt meiri áhersla sé á stílhreinni hljóðmynd. Tónlistin ferðast úr fönkrokki yfir í elektrónlskar stemningar ásamt óskilgreindri nýbreytni. „Það má segja sem svo að þetta sé minn stíll. Það er erfitt að finna út hvað maður vill hlusta á, þegar manni finnst maður hafa hlustað á allt,“ Ljósmynd/Hari Málið við þessa músík er það að hún er blanda af því að vera rythmísk band músík, yfir í það að vera mjög útsett. Músíkin er hugsuð út frá því að allir partar tali við hvorn ann- ann. Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Svefnvandi, kvíði, depurð MAGNOLIA OFFICINALIS Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex í fjallahéruðum Kína, hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu. Heilbrigður svefn “Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná stjórn á svefninum” Dr. Michael Breus www.thesleepdoctor.com • Heilbrigður svefn • Upphaf svefns • Samfelldur svefn • Þunglyndi og kvíði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.595 S805-4L 170CM ál snjóskafa 2.190 Rúðuskafa 165Hálkusalt 5 kg 585 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 740 9.990 ÁTTABLAÐA- RÓSIN Áður 12.980 Innblástur Áttablaðarósarinnar er fenginn upp úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI 23% afsáttur Jólatilboð Rúmföt Svuntan er í anda íslenska upp- hlutsins sem er hluti af þjóðararfi okkar Íslendinga. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI Jólagjöfin fæst hjá okkur 5.990 UPPHLUTS- SVUNTUR Svuntur frá 2.980 94 menning Helgin 4.-6. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.