Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 100

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 100
Karlakór Reykjavík- ur heldur sína árlegu aðventu- tónleika í Hallgríms- kirkju 12. og 13. desember. Aðalgestur kórsins að þessu sinni er Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú. Hátíðarstemning á aðventunni Á herrans hátíð syngjum: Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall- grímskirkju dagana 12. og 13. desember. Þ að hefur verið fastur liður hjá mörgum að koma á tón-leikana eftir verslunarferð í miðbænum og upplifa hátíðleik- ann,“ segir Vigfús M. Vigfússon, sem hefur sungið með kórnum í 13 ár. Aðventutónleikarnir hafa verið fastur liður í starfi kórsins frá ár- inu 1993. Saga kórsins spannar hins vegar enn lengri tíma en kór- inn fagnar 90 ára afmæli á næsta ári. „Elsti kórmeðlimurinn hefur sungið með kórnum í 60 ár, en hér eru einnig ungir söngvarar, þetta er því breiður aldurshópur.“ Alls eru á milli 70-80 meðlimir í kórnum. Tilhlökkun að syngja með Diddú Aðalgestur kórsins þetta árið er sópransöngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, sem hefur um árabil verið í fremstu röð klass- ískra söngkvenna hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Þessi magnaða listakona hefur komið fram með Karlakór Reykjavíkur víða um lönd, bæði austan hafs og vestan en þetta er í fyrsta sinn sem hún skreytir aðventudagskrá kórsins. Við erum því afar spennt- ir fyrir því að syngja með henni,“ segir Vigfús. Þá kallar kórinn til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis. Þeirra á meðal eru organistinn Lenka Mátéóva, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson auk Eggerts Pálssonar pákuleikara. Hátíðlegt yfirbragð „Við viljum að fólk upplifi hátíðleika og frið á aðventunni og því er efnis- skráin bæði klassísk og létt í senn,“ segir Vigfús. Á tónleikunum verða flutt bæði íslensk og erlend jóla- og aðventulög. „Aðventutónleikarnir eru hluti af góðri hefð og því breytum við ekki miklu milli ára, en það er þó alltaf eitthvað nýtt að finna á efnis- skránni á hverju ári,“ segir Vigfús. Stjórn aðventutónleikanna verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykja- víkur í meira en aldarfjórðung. Tón- leikarnir verða þrennir talsins, klukk- an 17 á laugardag og klukkan 17 og 20 á sunnudag. Miðaverð á tónleikana er óbreytt frá fyrra ári eða kr. 4.900. Miðasala fer fram á miði.is Unnið í samstarfi við Karlakór Reykjavíkur Heimildarmyndin HUMAN TIMEBOMBS fjallar um flókn- asta taugasjúkdóm í heimi, AHC, verður sýnd í Sambíóunum Egils- höll á laugardaginn kl 17.00. Árið 2012 var gerð vísindaleg uppgötv- un þar sem orsök sjúkdómsins fannst. Vísindamenn í Banda- ríkjunum halda því fram að með réttu fjármagni geti þeir fundið lækningu á sjúkdómnum. Nú stendur yfir sannkallað kapphlaup við tímann upp á líf og dauða til þess að finna lækningu. Lyfjafyrirtækin hafa ekki viljað taka þátt í þróun lyfja við sjúkdómnum þar sem hann er afar sjaldgæfur. AHC hefur einkenni allra annara taugasjúkdóma, einkennin eru vægast sagt hræðileg en lækning við AHC mun koma til með að hjálpa millj- ónum manna með aðra taugasjúk- dóma. Í myndinni kynnumst við ungri stúlku frá Reykjavík, Sunnu Valdísi, sem er eini Íslendingur- inn sem greindur hefur verið með sjúkdóminn. Við fylgjumst með baráttu fjölskyldu hennar sem vinnur nú hörðum höndum að því að finna lækninguna sem búið er að staðfesta að sé í sjónmáli. Við fáum innsýn inn í það hvers vegna foreldrasamtök út um allan heim hafa sameinast um að gefast aldrei upp fyrir þessum banvæna sjúkdómi þrátt fyrir margvís- legar hindranir. Athugið að atriði í myndinni geta vakið óhug og er því 12 ára aldurstakmark á sýningunni. Leikstjóri og handritshöfundur er Ágústa Fanney Snorradóttir. -hf Barátta Sunnu Valdísar í bíó Sunna Valdís Sigurðardóttir. 100 menning Helgin 4.-6. desember 2015 Jólafjör með Góa & Stórsveit Reykjavíkur 6. des. kl. 14:00, Silfurbergi, Hörpu Miðasala: harpa.is Jóla tónleikar fyri r alla f ölskylduna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.