Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 13
L j ó ð e r u a l l t a f í u p p r e i s n
TMM 2006 · 2 13
gerðin, þ.e. verkið sjálft. Þetta er á vissan hátt frústrerandi en á sama
tíma er ég sáttur við tilraunirnar. Ef einhverjir halda þetta sjálfsánægju
þá er það ansi mikill misskilningur. Ég er bara sáttur við tilraunirnar
vegna þess að ég reyndi að gera mitt besta, öllu heldur, ég reyndi að fara
fram úr sjálfum mér og svo sérstaklega vegna hins að það má alltaf halda
áfram. Þetta hefur þróast þannig að ég hef neyðst til þess að halda áfram
einmitt vegna þess að ég var ekki alveg sáttur síðast og svo koma sífellt
ný augnablik djúprar reynslu sem þarf að gera grein fyrir. Öll mín ljóð-
list er tilraun til greinargerðar fyrir hugljómuðum augnablikum.“
Upptendruð sturlun
„Það var mikill lærdómur og þroski fólginn í því að vera í þessu ótrúlega
kraftmikla félagslífi í MR í þá daga,“ heldur Sigurður áfram. „Kvik-
myndaklúbburinn, Listafélagið með málverkasýningar, tónleika, leik-
lestra, bókmenntakynningar, Herranótt, útgáfa Menntaskólaljóða þar
sem við fengum HKL til að skrifa formála, Hannes P. og Tómas eftirmála,
ekkert minna! Hvílík upptendruð sturlun og framkvæmdatendrun!
En eitt af því mikilvægasta sem ég lærði í MR var að lesa upp ljóð. Ég
var ekki einn um það. Mín kynslóð lærði að lesa upp ljóð almennilega
hjá Baldvin Halldórssyni. Ár eftir ár var hann með hóp í leshring uppi á
Íþökulofti á laugardagseftirmiðdögum og þar lásum við allt mögulegt,
íslensk ljóð, ný og gömul, þýdd ljóð og jafnvel eftir okkur sjálf. Hann var
einstaklega góður leiðbeinandi, benti okkur á góð ljóð, kenndi okkur á
jákvæðan hátt að miðla ljóðum. Það er meira en að segja það, að lesa upp
eins og maður á þessum aldri, ég tala nú ekki um eigin texta.
En þegar ég fer að hugsa um þetta í samhengi; við vorum þarna öll,
ég, Steinunn, Þórarinn, Pétur o.s.frv. og við komumst upp á lag með að
miðla ljóðatextum. Ég held að það hafi haft ansi mikið að segja til dæmis
í vinsældum Listaskáldanna. Við vorum á vissan hátt atvinnufólk í
miðlun. Og það að venjast því að lesa almennilega upp, miðla eigin texta,
það gerir þig klárlega að betra skáldi. Þú venst við innri röddina, hún
verður skýrari. Ég er klár á þessu. Eftir á að hyggja held ég að áhrifin af
þessari kennslu Baldvins séu óralangt umfram það sem nokkur getur
ímyndað sér. Þetta færði heila skáldakynslóð skrefi framar en ella hefði
orðið.
Ég öðlaðist á þessum árum ákveðna fullvissu fyrir nauðsyn atvinnu-
mennsku, prófessjónal innstillingar. Ég hef aldrei þolað fitl og föndur og
alvöruleysi, fíflaskap sem afsakar sig stöðugt og ætlar sér aldrei að leggja
neitt undir. Komast bara inn í hlýjuna og gera ekki neitt. Hlýjuna frá