Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 41
F j ó r a r g e r l a p r u f u r ú r f r a m a n d i f r a m ú r s t e f n u l j ó ð l i s t
TMM 2006 · 2 41
ur-hljóði. Annar kafli hefst sem dæmi á orðunum „A door, à la, a pear,
a peer, a rear, a ware“, og inniheldur eingöngu tveggja atkvæða stæður.
Stæðurnar lengjast svo eftir því sem líður á bókina og er síðasti kaflinn
7.228 atkvæða smásaga eftir D.H. Lawrence, sem nefnist The Rocking
Horse Winner og endar einmitt á orðinu „winner“.
Í kjölfar þessarar bókar kom Fidget sem er tilraun til þess að lýsa
hverri einustu hreyfingu skáldsins á 13 klukkustunda tímabili:
Augnlok opnast. Tunga lepur efri vörina frá vinstri til hægri og fylgir boga var-
anna. Gleypi. Læsi kjálkum. Gnísti. Teygi. Gleypi. Höfuð lyftist. Beygður hægri
handleggur sópar púða undir hnakka. Réttist úr handlegg.7
Og svo framvegis. Reyndar er einnig hægt að sjá bókina á internetinu
þar sem hún er keyrð á applet-tækni; á meðan klukkan telur niður þjóta
setningar sem lýsa hreyfingum framhjá, skjótast fram og hverfa aftur.8
Í Soliloquy skrifar Kenneth svo niður eftir upptöku allt sem hann
segir í eina viku:
Hæ! Öh, tja, ég var með útvarpsþáttinn minn í gær. Já, ég er bara að vakna. Nei
þú vaktir mig ekki. Ég er klæddur að drekka kaffi. En ég hef ekki talað enn í
dag. Þetta eru fyrstu orðin mín. Hey, já, við erum að fara að fá okkur kvöldmat
á mánudagskvöldið. Umm, nú er bara spurning hvar og hvenær. Og og við erum
að taka vin þinn með líka. Ókei? Svo við blæðum vinsamlegast. Þú tekur þátt
með því að vera heiðraður gestur okkar þakka þér fyrir. Ekki meir tölum ekki
meir um þetta plís. Ókei? Það er það félagi.9
Öllu er teflt fram greinarskilalaust, án svara og samhengis. Sagan segir
svo að Kenneth hafi komið sér í kræsileg vandræði hjá vinum sínum
sem áttu að sögn erfitt með að sætta sig við hversu duglegur hann var að
baktala allt og alla.
Næst ber að nefna bókina Head citations sem er samansafn af 800
númeruðum brotum úr misheyrðum lagatextum:
1. This is the dawning of the age of malaria.
2. Another one fights the dust.
3. Eyeing little girls with padded pants.
4. Teenage spacemen we’re all spacemen.
5. A gay pair of guys put up a parking lot.
Head citations – sem heitir eftir misheyrða brotinu „She’s giving me
head citations“ úr „Good vibrations“ með Beach Boys (og hljómar „she’s
giving me excitations“ í orginalnum) – er sjálfsagt lang-notendavænsta
bók Kenneths, og reyndar sísta bókin líka að mínu mati, lestur hennar