Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 52
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
52 TMM 2006 · 2
lesturinn og hélt skyndilega að verið væri að skrifa mér, sem var
nú ekki raunin, er ég opnaði bréfið þá var ekkert bréf, engin orð,
ekki einn stafur, bara galtómt umslagið. Nokkru síðar auglýsti ég
eftir pennavinum í von um að koma mér á kortið í samfélagi
manna en standa ekki alltaf svona utan við það, á gægjum í fram-
andi póst. Þess í stað óskaði ég mér nú að haga mér einsog meiri-
hlutinn, henda mér á grillið, renna saman við sameiginlega súpu
mannlegra tilfinninga. Hnýsinn einstæðingur óskar eftir penna-
vinum. Andlegur gluggagægir vil komast í samband við fólk af
holdi og blóði. Fáum dögum eftir að auglýsingin birtist og uppí
hendurnar mínar rataði fyrsta svarbréfið hvarf spegillinn góði úr
fórum mínum og ég eignaðist pennavini sem komu mér smátt og
smátt á kortið. Óþægilegt að verða smátt og smátt einsog allir en
líka svo undur gott. Að vinnudegi loknum þegar ég hélt útí búð að
versla rann ég saman við hina sem voru þar í sömu erindagjörðum
og ég, eftir vinnu, að versla í kvöldmatinn, og það stælti við-
kvæmni mína, siðferðisþrek, hugrekki og ást. Loksins varð ég
mikilvægt tannhjól í samfélagsmekkanismanum. Sérhvert okkar
þarna í búðinni skipti máli. Og þarna fann ég á meðal kúnnanna
í búðinni ósvikna samstöðu. Að borða kvöldmat sem kemur úr
búðarferð sem blæs í mann þvílíku stolti er einstök upplifun sem
ég hefði aldrei fengið að upplifa ef hnýsnisspegillinn minn góði
hefði haldist í eigu minni. Að vera makkaróna í menningarsúpu
samfélagsins þykir mér þess vegna betra en að lesa annarra manna
póst í vinnutímanum. Ykkar að eilífu. Einn fyrrverandi starfs-
maður á pósthúsi.
#10
Á árum áður starfaði ég sem þerna á kaffistofu. Klædd var ég í
hvítt pils og hvíta blússu, með rauða slaufu í hárinu og hljóp á milli
borða í hvítum strigaskóm og hvítum sportsokkum með gulum
dúskum. Hamingjusöm var ég með minnisblokkina og blýantinn
sem ég geymdi í stórum vasa á pilsinu og falleg en það voru við-
skiptavinirnir vanir að láta flakka: Ó, þú ert svo lagleg stúlka. Ef
viðskiptavinirnir þurftu aukið pláss í tíma til að glugga í matseð-
ilinn gerði ég mér það til dundurs að naga hinn endann á blýant-