Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 132
B ó k m e n n t i r
132 TMM 2006 · 2
kveiki í hótelinu rís það á ný úr öskunni, nýtt og betra en áður, en samt sama
gamla hótelið.
Þarna í krókum og kimum Hótels Sandvíkur er hinn íslenski bókmennta-
heimur í aðalhlutverki. Sumar persónur er auðvelt að þekkja og aðrar eru
bersýnilega viljandi settar saman úr fleiri en einum stórsnillingi, svona eins og
erkitýpur fyrir ákveðna kynslóð. Þessi heimur er líkur þeim sem Stefán Máni
lýsir í Svartur á leik því það er engum að treysta, allir hata hina og hugsa aðeins
um sjálfa sig. Önnur tengsl milli bókanna sem ég rak augun í er ákveðinn leik-
munur, frekar óhugnanleg leðurgríma sem gegnir svolitlu hlutverki í Túrista
en er fengin að láni úr Svartur á leik þar sem hún vegur reyndar öllu þyngra.
Þetta á kannski að tákna eitthvað alveg sérstakt af hálfu höfundar en ég fattaði
það ekki.
Að lesa Túrista er svolítið eins og að ganga gegnum fjölmennt kokkteilboð í
bókmenntaheiminum. Suma þekkir maður á löngu færi og heilsar þeim, aðrir
eru óljósari en maður kinkar kolli til öryggis og svo eru þeir sem maður þarf
að spyrja einhvern hvort þetta sé ekki örugglega hún þarna … Best skemmtir
Stefán Máni sér þegar hann hendir miskunnarlaust gaman að skáldsögum síð-
ustu ára og snýr út úr heiti þeirra og höfundum þó þannig að lítill vandi er að
þekkja. Þar kemur kímnigáfa Stefáns vel í ljós því gaman sem knúið er áfram
af sárum tilfinningum eins og reiði eða biturð getur haft talsverðan slagkraft
og Stefán Máni hlífir engum.
Stefán Máni býður semsagt lesendum sínum upp á skemmtilegan sam-
kvæmisleik sem gæti heitið: Hver er höfundurinn? Það fer síðan eftir þekkingu
hvers og eins lesanda á íslenskum bókmenntum og þeim menningarkima sem
oftast er kallaður bókmenntaheimurinn hvernig honum gengur í leiknum.
Þetta er bæði kostur og galli því þetta skemmtir verulega þeim sem fylgjast
með áminnstum heimi en fjarlægir þá sem eru fyrst og fremst að lesa bækur af
áhuga og sér til skemmtunar. Venjulegum lesendum gengur áreiðanlega ekki
vel í leiknum, þess vegna kemur þessi nálgun Stefáns eiginlega í veg fyrir að
bókin nái þeirri lýðhylli sem hún ef til vill ætti skilið. Bókmenntagrínið er
óþarfur farangur í augum þeirra sem ekki ná bröndurunum og satt að segja
bæta þeir engu við söguna sem þrátt fyrir allt er aðalatriðið.
Þannig hefur Stefáni í rauninni mistekist það sem ég hélt að allir rithöfund-
ar væru alltaf að reyna: Að skrifa ódauðlega bók. Þvert á móti er bókin eiginlega
með takmarkaðan líftíma – síðasta söludag – því eftir 10 ár eða 20 ár verða
hnútur Stefáns í garð kollega sinna flestum lesendum óskiljanlegar. Höfundur
hefur sjálfur sagt að þekking á umhverfi og heimi sögunnar spilli fyrir lestr-
inum og staðfestir þannig tilvist þessa óþarfa farangurs.
Stefán Máni hefur líka haldið því fram að lesendur hafi um of einblínt á
frásagnir bókarinnar um bókmenntaheiminn en síður horft á söguna sem
hann ætlaði að skrifa. Fróðlegt er að rifja upp að bækur af þessu tagi hafa áður
verið skrifaðar á Íslandi. Bækur þar sem lesendur þess tíma hafa getað þekkt
margar persónanna lítt dulbúnar. Hér mætti nefna höfunda eins og Ólaf Hauk
Símonarson og Þráin Bertelsson, en Ólafur Jóhann Sigurðsson stendur næstur