Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 44
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
44 TMM 2006 · 2
Ljóðavélin: Leevi Lehto
Leevi Lehto er finnskt ljóðskáld og einn þeirra sem hafa tekið leitarvél-
ina Google í þjónustu sína. Leevi bjó til forrit15 sem býr til Google-col-
lage ljóð fyrir hvern þann sem hefur döngun til að hlaða orðum inn í
vélina. Hægt er að velja nokkrar stillingar, leitartungumál, tíðni línu-
skiptinga, hversu margar síður á að nota, hvaða orðum á að sleppa úr
leitinni og hvort eigi að taka með algengustu orðin sem Google leitar
almennt ekki eftir (the, a, and o.s.frv.), svo ýtir maður einfaldlega á „Get
poem“ og upp á skjáinn kemur ljóðið sem maður nennti ekki að skrifa.
Einnig er hægt að láta vélina troða ljóðunum inn í form eins og sonn-
ettur og sestínur. Þá safnar Leevi líka ljóðum sem aðrir gera með vélinni
og geymir eins konar best-of safn á vefnum hjá sér, þar sem finna má
ljóð á ýmsum tungumálum og eftir bæði algerlega óþekkt skáld og
heimsþekkt nöfn innan avant-garde ljóðaheimsins.
Líkt og Kenneth Goldsmith hefur Leevi Lehto þurft að koma sér upp
algerlega nýjum hæfileikum sem hingað til hafa haft lítið með ljóðlist að
gera. Leevi Lehto hefur neyðst til þess að læra forritunarmál, og ljóðlist
hans – að svo miklu leyti sem viðkemur Google-vélinni – lýsir sér ekki
eingöngu í sýnilegri textasmíði. Tungumál ljóðsins er forritunarmál
sem lesandinn sér aldrei. Einungis niðurstaðan, one-size-fits-all ljóðið
sem kemur út um óæðri enda vélarinnar, er sýnilegt lesandanum.
Í hefðbundnu bókmenntaverki ferðast texti frá höfundi til verks og
þaðan til lesanda, sem svo túlkar verkið eftir sínu höfði. Við „lestur“
Google-ljóðavélarinnar er upprunalega verkið ólæsilegt flestum, en
túlkun þess, sjálft viðmótið, er túlkað af lesanda sem bætir við hugsun-
um sínum með því að fyrirskipa leitarorð sem svo búa til ljóð sem er
ekki beinlínis hægt að segja að sé eftir þann sem setti inn leitarorðin þó
hann eigi vissulega hluta af forsendunum sem bjuggu það til. Túlkunar-
ferlið verður því flóknara og hlutur lesandans, þess sem túlkar, er
áhrifaríkari og eignarhald hans þar af leiðandi meira; hlutdeild hans í
upplifun verksins verður meiri. Nú ber þess auðvitað að geta að við lest-
ur hefðbundnari ljóða, sérílagi módernískra texta og tilraunatexta, er
hlutdeild lesandans auðvitað líka töluverð. Lesandanum er gert að túlka
hvað nákvæmlega það er sem gerir tímann eins og vatnið, eða manns-
höfuð þungt, og slíkar túlkanir geta í mörgum tilvikum verið æði mis-
jafnar frá manni til manns.
Einhver sagði að það væri sama hvert maður færi maður tæki alltaf
rassgatið á sér með, og rétt eins og maður hlýtur að máta rassgatið á sér
við hin þungu mannshöfuð módernismans er líklegt að ólíkir notendur