Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 111
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 2 111
Þorsteinsson, Páll Skúlason, Maurizio Ferraris, Geir Sigurðsson og Ralph
Weber. Fjöldi annarra greina er í heftinu auk viðtals við bandaríska náttúrusið-
fræðinginn Holmes Rolston III, bókadóma og minningargreinar um Þorstein
Gylfason eftir Eyjólf Kjalar Emilsson. Ritstjóri Hugar er Björn Þorsteinsson.
Myndlistin í sumar
Skoðum myndlist heitir skemmtileg bók eftir þær Önnu C. Leplar og Margréti
Tryggvadóttur (Mál og menning) sem ætlað er að leiða unga lesendur inn í
undraheim myndlistarinnar. Það nístir jafnan hjarta manns að hlusta á gal-
vaska og margfróða keppendur í Gettu betur flaska á myndlistarspurningum
og ekki að efa að margir kennarar og foreldrar taka þessari litlu bók fegins
hendi. Listasafn Reykjavíkur fylgir henni eftir með sýningaröð listaverka sem
myndir eru af í bókinni. Sýningarnar eru í norðursal Kjarvalsstaða og hanga
verkin í réttri hæð fyrir unga gesti. Þessar sýningar verða sex talsins, og stend-
ur hver þeirra í nokkrar vikur. Þeirri síðustu lýkur 3. desember.
Auk þessara „barnasýninga“ verður yfirlitssýning úr safneign Listasafns
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í sumar, frá 16. júní til 3. september. En í Hafnar-
húsinu verður Carnegie Award-sýningin opnuð 9. júní og stendur til 20. ágúst
í A, B, C og D sal.
Í Listasafni Íslands sýna Birgir Andrésson og Steingrímur Eyfjörð frá 12.
maí til 25. júní en þá tekur við sýningin Landslagið og þjóðsagan með myndum
úr safneign. Hún stendur til 10. september.
Í Listasafninu á Akureyri stendur nú yfir sýningin Heimþrá eða Homesick,
fyrsta sýning af fjórum í sameiginlegu verkefni CIA.IS – Kynningarmiðstöðv-
ar íslenskrar myndlistar, Listasafnins á Akureyri, nútímalistamiðstöðvarinnar
Platform Garanti Contemporary Art Center í Istanbúl, Tyrklandi, og nútíma-
listamiðstöðvarinnar Centre for Contemporary Art Tel Aviv í Ísrael. Þátttak-
endur eru Guy Ben-Ner frá Ísrael, Nevin Aladag frá Tyrklandi, Chantal Michel
frá Sviss, íslensk-spænska tvíeykið Ólafur Árni Ólafsson & Libia Pérez de Silles
Castro og Íslendingarnir Haraldur Jónsson og Katrín Sigurðardóttir. Sýningin
verður líka sett upp í Tyrklandi, Ísrael og Sviss á þessu ári og því næsta, en hver
uppsetning mun hafa sitt svipmót. Á Akureyri verður sýningin til 25. júní en
næst þar á eftir verður sett upp í Listasafninu sýning á verkum eftir Louisu
Matthíasdóttur. Það er segin saga að alltaf lokkar kraftaverkakarlinn Hannes
Sigurðsson safnstjóri mann norður til að upplifa list.
Þeir sem hyggja á Parísarferð í sumar eða haust ættu að athuga að nú er aftur
búið að opna Petit Palais myndlistarsafnið á Champs-Elysées eftir umbætur
sem hafa staðið í fjögur ár. Þær þykja hafa tekist gríðarlega vel enda kostuðu
þær litlar 72 milljónir evra (sem mér sýnist svara til sex milljarða íslenskra
króna, getur það verið?). Höllin var reist fyrir Heimssýninguna árið 1900 og
arkitekt hennar var Charles Girault. Hún er einir 22.600 fermetrar að stærð og
því ekkert sérstaklega „petit“, en hún er ákaflega falleg og ekki síður þess virði
að skoðast sjálf en listaverkin sem hún hýsir. Þau eru um 45 þúsund talsins og