Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 113
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 2 113
inni Camerarctica og söngvurunum Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópran,
Hlín Pétursdóttur sópran og Eyjólfi Eyjólfssyni tenór. Þá verður flutt tónlist
eftir F.J. Haydn og L. Tomasini, Girolamo Frescobaldi, Domenico Gabrielli,
Antonio Vivaldi, Jean Barrière, Domenico Scarlatti, Francesco Geminiani,
Mozart, Bach og C. Stamitz. Við guðsþjónustu kl. 17 á sunnudag flytur Bach-
sveitin ásamt söngvurunum þætti úr Stabat Mater eftir L. Boccherini sem
einnig verða á dagskrá lokatónleikanna kl. 15 á mánudaginn ásamt fleiri verk-
um tónskáldsins. Fyrir utan tónleika verða að venju haldin erindi og guðsþjón-
ustur og fræðst og glaðst með góðum gestum.
Reykholtshátíð verður haldin í tíunda sinn í sumar. Hún hefur fest sig í sessi
í tónlistarlífi landsins og nýtur vaxandi aðsóknar. Vegna merkisafmælisins
hefur hljómsveitin Virtuosi di Praga frá Tékklandi þegið boð um að koma fram
á hátíðinni. Hún leikur á tvennum tónleikum og mun Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Diddú, syngja einsöng með henni á opnunartónleikunum 28. júlí kl. 20. Þeir
eru tileinkaðir Mozart sem á 250 ára afmæli í ár. Laugardaginn 29. júlí kl 15
mun Diddú syngja ýmis íslensk og ítölsk lög ásamt Steinunni Birnu Ragnars-
dóttur píanóleikara. Það kvöld kl. 20 flytur Trio Polskie fjögur verk eftir
Haydn, Beethoven, Brahms og Sjostakovits. Lokatónleikar hátíðarinnar verða
svo á sunnudaginn 30. júlí kl 16, þá mun hljómsveitin Virtuosi di Praga flytja
verk eftir Dvorák og Respighi.
Hátíðin sinnir líka nýsköpun og í þetta sinn verður frumflutt verk eftir Þórð
Magnússon fyrir sópran, selló og píanó við texta eftir Snorra Sturluson. Tvö
slík verk hafa áður verið pöntuð og flutt á hátíðinni eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Hildigunni Rúnarsdóttur.
Eins og þetta sé ekki nóg er ég ansi smeyk um að maður neyðist til að fara á
Kirkjubæjarklaustur í ágúst á hina árvissu Kammertónleikaröð. Í sumar verður
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran listrænn stjórnandi þeirra og með
henni verða Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur, Eyjólfur Eyjólfsson
tenór, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari
og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, eiginmaður Guðrúnar Jóhönnu.
Sjaldan hefur annað eins úrvalslið ungra tónsnillinga komið saman á einum
stað. Hópurinn kemur fram á þrennum ólíkum tónleikum helgina 11., 12. og
13. ágúst. Gáið að því að tónleikasalurinn fyllist fljótt og vinsælt hefur verið að
gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar bæði náttúru og tónlist-
arfegurðar undir lok sumarsins. Því er ráð að panta snemma.
Saknað
Okkur meðhöfundum Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns að bókinni stóru
um Jóhannes Kjarval brá heldur en ekki í brún við afhendingu Íslensku bók-
menntaverðlaunanna á Bessastöðum 2. febrúar sl. þegar hann gekk ekki með
okkur til forsetans til að taka við þeim. Við vissum ekki betur en hann væri í
salnum, enda hafði hann hlakkað eins og barn til þessa viðburðar. En Gylfi var
ekki í salnum, og morguninn eftir barst sú frétt að hann hefði orðið bráð-