Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Blaðsíða 109
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 2 109
Einkum er það spurningin um barn eða ekki barn sem vöngum er velt yfir.
Sagan er skemmtileg þó persónur séu nokkuð klisjukenndar og tíminn sem
líður óljós. Aftur á móti var allt kýrskýrt í Krónprinsessunni eftir danska höf-
undinn Hanne-Vibeke Holst (Vaka-Helgafell, þýð. Halldóra Jónsdóttir), sem
fjallar um unga konu á hraðri og óvæntri uppleið í stjórnmálum og áhrifum
þess á einkalíf hennar. Allar tímasetningar eru þar til fyrirmyndar (ekki síst í
lokin!) og tilfinningamálin tekin skynsamlegum tökum. Þarna veldur hver á
heldur þó ekki ætli ég að halda fram að kyn höfunda skipti máli.
Skáldverk frá Austur-Evrópu eru alltof sjaldgæf en eitt slíkt kom út í fyrra,
Kertin brenna niður eftir Ungverjann Sandor Marai (Mál og menning,
afbragðsgóð þýðing Hjalta Kristgeirssonar), heimspekileg saga um ástir og
vináttu og tryggðarof. „Ein rómaðasta skáldsaga Evrópu,“ segir á kápu. Hún
kom fyrst út 1949 og ber þess merki að vera úr öðrum tíma en okkar. Í henni
hittast tveir karlmenn, æskuvinir, eftir fjörutíu ára sáran aðskilnað og saga
þeirra er næstum eins mikið milli línanna og í þeim, þó er stíllinn helst til
langorður þegar fram í sækir.
Ást og ástarsvik reynast líka vera á bak við flókinn söguvef Skugga vindsins
eftir Spánverjann Carlos Ruiz Zafón (Mál og menning, snilldarlega þýdd af
Tómasi R. Einarssyni). Þetta er heillandi saga og áhöld um hvort hún er betri í
að tæla lesanda til gamalla bóka eða Barcelónaborgar. Önnur spænsk og eftir-
minnileg er Stríðsmenn Salamis (Bjartur, þýð. Jón Hallur Stefánsson) sem segir
frá manndáð á óvæntasta stað. Þar hittum við þann eðal hetjuskap sem vantar
í Flugdrekahlauparann, og þar er líka einstaklega skemmtileg sögubygging,
næstum því eins flókin og í Skugga vindsins. Góðir þessir Spánverjar.
Aftur á móti var ég ekki alveg með Margaret Atwood í Penelópukviðu henn-
ar (Bjartur, þýð. Sigrún Á. Eiríksdóttir) sem er hluti af sömu goðsagnaritröð-
inni og Argóarflísin hans Sjóns. Mér finnst Sjón takast mun betur upp við að
lífga grískar goðsagnir og flétta þær inn í samtímann, en þetta flokkast
kannski undir þjóðrembu.
Frægasta vorbókin 2006 er efalaust Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa
hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. Undanfarinn áratug hefur sjálfs-
hjálparbókum hreinlega rignt yfir okkur, og ákaflega margir hafa látið freistast
af þeim í von um að geta látið sér líða svolítið betur á sálinni – eða líkamanum.
En fram að þessu hefur alveg gleymst að hlynna að þjóðarsálinni, sem ekki
hefur vitað hvers vegna hún var haldin vanlíðan. Það reyndist vera af því að
hún vissi ekki hvernig hún átti að bjarga sál landsins frá ráðamönnum þess.
Hún var þjökuð og bæld af því hana langaði ekki til að samþykkja rányrkju á
dýrmætri náttúru en trúði áróðrinum um að án þess yrði engin framtíð fyrir
landsins börn. Andri Snær sýnir með góðum rökum að það er ekki ein fram-
tíðarlausn til, þær eru fleiri – jafnvel margar – og við eigum val. Ég hvet alla þá
sem þetta lesa og ekki hafa gluggað í bók Andra að gera það.
Svo bar við að ekki aðeins DV, sem birtir venjulega dóma um bækur í hvelli,
á hvaða árstíma sem þær koma út, heldur Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu
ítarlegar (og mjög loflegar) umsagnir um Draumalandið á fyrstu vikum eftir