Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 27
H i ð s t ó r f e n g l e g a l e y n d a r m á l h e i m s i n s
TMM 2006 · 3 27
og baugur dýrlings, ég var kominn heim, loksins, ég fæ ekki lýst því
öðru vísi – heim til sjálfs mín og gat ekki tekið af mér augun, allt var
gott, tryggilega njörvað og bundið sjálfi sem yrði ekki hnikað þótt allt
annað færist, félli kafnandi saman eða tvístraðist líkt og gler sem brotn-
ar af grimmilegri einföldun, nei, illsku Hlutarins, eða hrapaði pípandi
mót dauða líkamans. Mig varðaði ekki lengur um þvætting manna. Ég
laut höfði, færði það niður að vatninu líkt og til skírnar, en um leið tók
vatnið í sundlauginni að niða, rísa upp í móti mér og til himins, og ég lá
eftir líkt og slytti á bakka hennar og horfði í tómið. Á botninum sem var
gamall hafsbotn, var dvergvaxið, hvítt skip í líkingu Heimsins; sólin
hreyfðist frá hægri til vinstri, birtan flökti við skuggana og mánuðir, ár,
aldir liðu eins og blikkað væri auga, og á dreif um sandinn skrælnaði
gróðurinn og hvarf, löngu sokkin skip morknuðu, urðu duft og kistur
skipanna urðu duft og fjársjóðir glömpuðu við sólinni og hurfu, og
beinagrindur á stærð við dómkirkjur hvítnuðu og hurfu og bein mann-
anna og fiskanna hurfu, og nálægt stefni Heimsins, við tóma laugina,
greindi ég sjálfan mig og vissi að það sem ég hafði í einfeldni minni
álitið fagurt, dýrlegt og upphafið, var ekki nema leiðin til dauðans og ég
gat engu breytt. Ég vissi það. Og þegar ég lyfti aftur höfðinu var ég í
myrkri; skipið var neðst í dimmum, viðbjóðslegum göngum er dýpk-
uðu, og langt, langt í burtu, við enda þeirra, var himinninn, bjart op í
laginu eins og auga sem smækkaði – ég hvarf birtunni og sjálfum mér
og svo var ekkert nema dauðinn …“
Furðuleg geifla kom á andlit mannsins og hann bar höndina snöggt
upp að munninum, ég stökk á fætur, mundaði aftur saltið en svo hafði
ég skyndilega á tilfinningunni að hann kæfði hlátur, líkt og þetta væri
ekki nema spaug af hans hálfu á kostnað okkar, mín og Steins.
„Afsakið,“ sagði hann, bandaði frá sér hendinni til að segja mér að
koma ekki nær og rak upp sýktan, ógeðugan hlátur sem líktist góli.
„Þetta er í lagi, í besta lagi, já, ég mun jafna mig, örstutt bara … “ Hann
teygði sig eftir staupinu og hvolfdi því upp í sig. Ég sá að augu Steins
höfðu tekið á sig grimmúðlegan, útreiknandi blæ.
„Ekkert nema dauðinn?“ sagði Steinn, brosti til mannsins og mað-
urinn brosti á móti. „Vér berum þá ekki mikla gæfu til að hjálpa yður,
eða hvað?“
„Bölsýni, ef til vill,“ sagði maðurinn og bretti upp á efri vörina. Svo lá
hann hreyfingarlaus í sófanum og mændi upp í loft. Steinn þagði.
Skammt ofan við höfuð okkar gnauðaði vindurinn í þakinu. Af neðri
hæðinni heyrðist lágt glamur – frú Lína að undirbúa morgunmatinn
áður en hún færi í háttinn.