Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 33
Á s t r í ð u f u l l u r Í s l a n d s v i n u r
TMM 2006 · 3 33
I have here a warm-hearted Icelandic friend about your size and I sometimes
fancy he resembles you in other ways than bodily – his name is Brynjulfsson.
He is a student here in the University and with him I read and speak Icelandic
semi-weekly.6
[Ég hef eignast hér hjartahlýjan íslenskan vin, sem er á hæð við þig, og finnst
mér hann stundum líkjast þér í f leiru en útliti – hann heitir Brynjúlfsson. Hann
er stúdent hérna við Háskólann og les ég með honum og tala við hann íslensku
aðra hverja viku.]
Þó að Gísla Brynjúlfssyni (1827–1888) og Fiske hafi orðið vel til vina um miðja
19. öldina, þegar Gísli kenndi Fiske íslensku í Kaupmannahöfn, hafa ekki mörg
bréf þeirra á milli varðveist svo vitað sé. Í Fiskesafni eru 4 bréf frá Gísla til Will-
ards Fiske frá árunum 1863, 1873, 1879 og 1882,7 en í Konunglegu bókhlöðunni
í Kaupmannahöfn hafa varðveist að minnsta kosti tvö bréf frá Fiske til Gísla,
annað skrifað þremur árum eftir dvöl hans í Kaupmannahöfn, og skömmu
eftir þjóðfundinn á Íslandi, 1855, en hitt löngu síðar, eða í nóvember 1873. Í
síðara bréfinu kvartar hann yfir að fá litlar fréttir af Íslandi, spyr um bækur og
tímarit og endar bréfið á kveðju til Jóns Sigurðssonar sem hann segir vera „ein-
hvern göfugasta mann sem [hann] hafi nokkru sinni kynnst“.8 Fyrra bréfið,
sem er prentað hér, er miklu lengra og fjörugra, enda skrifar það kornungur
maður nýkominn heim úr langri dvöl meðal íslenskra stúdenta og mennta-
manna í Kaupmannahöfn, á tímum þegar þjóðernisrómantík og uppreisn-
arandi svifu yfir vötnum.
Af bréfinu má sjá að hinn ungi Fiske hefur hrifist með íslenskum þjóðern-
issinnum í Höfn og áhugi hans á íslenskum bókmenntum og íslenskri þjóð er
rómantískur en um leið áberandi ungæðislegur. Það gæti verið áhugavert að
lesa bréfið í samhengi við dagbók og ljóðagerð Gísla Brynjúlfssonar frá miðri
19. öld, þegar Gísli er gagntekinn af þjóðfrelsiskenningum samtímans og yrkir
í anda þeirra tilfinningarík og ástríðufull byltingarkvæði.9 Það var á þeim
árum sem Fiske umgekkst Gísla og lærði af honum íslensku.
Margt hefur verið ritað um Daniel Willard Fiske, lífshlaup hans og ævistarf.
Vinur hans og samstarfsmaður, Horatio S. White, gaf út þriggja binda verk um
þrjá meginþætti í starfsævi Fiske en yfirtitill þeirra er Memorials of Willard
Fiske. Fyrsta bindið fjallar um ritstörf hans og útgáfu, annað bindið um ferða-
lög (það inniheldur m. a. úrval bréfa Fiske og ritgerða) og hið þriðja birtir fyr-
irlestra og greinar um aðskiljanlegustu efni eftir Fiske. Ritin komu út á árun-
um 1920–1922. White skrifaði einnig ævisögu Fiske, Willard Fiske. Life and
Correspondence. A Biographical Study, sem kom út hjá Oxford University Press
1925. Sagnfræðingurinn Bogi Th. Melsteð ritaði enn fremur ævisögu Fiske sem
kom út í Kaupmannahöfn á vegum Hins íslenska bókmenntafélags 1907 undir
titlinum Willard Fiske. Æfiminning. Skemmtileg greinargerð um ferðalag Fiske
á Íslandi sumarið 1879, byggð á minnisbók hans sem varðveitt er í Fiskesafni,
kom út árið 1989 hjá bókasafni Cornell-háskóla undir yfirskriftinni Willard