Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 104
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
104 TMM 2006 · 3
hitt er Lík í óskilum, djarfur farsi sem verður settur upp á nýja sviðinu. Mein
Kampf komst ekki á svið í vor en verður nú sýnt á nýja sviðinu, hárbeitt leikrit
eftir George Tabori um unga myndlistarnemann Adolf Hitler.
Leikfélag Akureyrar hefur komið sterkt inn undanfarin tvö ár, eins og sagt
er, og ekki ætlar að verða lát á í vetur. Tvö ný erlend verk verða frumsýnd, sem
bæði hafa vakið athygli heimsins. Herra Kolbert er fyrstur, spennutrylltur
gamanleikur eftir unga þýska leikskáldið David Gieselmann, Jón Páll Eyjólfs-
son leikstýrir. Næst kemur Svartur köttur eftir Írann Martin McDonagh, þann
sem samdi þau góðu stykki Fegurðardrottninguna frá Línakri, Halta Billa og
Koddamanninn sem hafa verið sýnd hér á landi. Magnús Geir Þórðarson leik-
hússtjóri stýrir sjálfur. Barnaleikritið er Karíus og Baktus sem Ástrós Gunnars-
dóttir leikstýrir. Og loks verður nýtt íslenskt verk frumsýnt næsta vor, Lífið –
notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson sem fékk Grímuna fyrir … and Björk
of Course. Sýningin verður lokaverkefni leiklistarnema Listaháskóla Íslands
sem taka þátt í henni með leikurum LA, og Kjartan Ragnarsson stýrir öllu
saman. Hætt er við að þetta plan kosti nokkrar ferðir norður.
Á dagskrá Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói verða spennandi myndir af öllu tagi
í vetur, allt frá fræðslumyndum í grín-hrollvekjur. Þetta eru myndir úr fórum
safnsins, perlur sem ekki sjást lengur í öðrum kvikmyndahúsum, og svo velur
Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri þrjár bíómyndir undir yfirskriftinni
„uppáhaldsmyndir“. 2006 er reyndar merkisár í kvikmyndasögunni því 2. nóv-
ember 1906 hófust reglulegar sýningar í Fjalakettinum, Aðalstræti 8 í Reykjavík.
Kvikmyndahúsið bar nafnið Reykjavíkur Biograftheater eða Bio, sem breyttist
síðar í Gamla bíó þegar Nýja bíó kom til sögunnar árið 1912. Sýningar í Kvik-
myndasafninu verða sem fyrr þriðjudagskvöld kl. 20 og laugardaga kl. 16.
Þegar þetta hefti kemur til áskrifenda er fyrsta þrenningin langt komin, bara
ein af „Meisturum kvikmyndanna“ eftir, en ekki af lakara taginu. Glugginn á
bakhliðinni (Rear Window, 1954) eftir Hitchcock, með stórstjörnunum James
Stewart og Grace Kelly, verður sýnd 19. og 23. sept. Undir yfirskriftinni „Börn
í bíómyndum“ fáum við að sjá Au revoir enfants (1987)eftir Lois Malle (26. og
30. sept.), Il ladro di bambini (1992) eftir Gianni Amelio (3. og 7. okt.) og Síðasti
keisarinn (Last Emperor, 1987) eftir Bernardo Bertolucci (10. og 14. okt.).
Þrjár myndir eru líka í flokknum „Jazz í bíómyndum“: Benny Goodman
(1955) eftir Valentine Davies (17. og 21. okt.), ævisaga Goodmans frá 10 ára aldri
(1919) til tímamótatónleika hans í Carnegie Hall árið 1938; Lady sings the blues
(1972) eftir Sidney J. Furie, um frama og fall blússöngkonunnar Billie Holiday
sem leikin er af Diönu Ross úr Supremes-tríóinu (24. og 28. okt.); og loks Sven
Klangs Kvintett (1976) eftir Stellan Olson sem sýnir það sem gerist þegar nýr
maður með nýstárlegar hugmyndir kemur í hljómsveitina (31. okt. og 4. nóv.).
Næstu flokkar fjalla meðal annars um völd og heiður, hrollvekjur og grín,
konur í kvikmyndum og kvikmyndir og bókmenntir þar sem við fáum bæði að
sjá 79 af stöðinni og Sölku Völku. Gerið ykkur ferð sem fyrst í Bæjarbíó og náið
í bæklinginn fyrir veturinn!