Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 112
B ó k m e n n t i r
112 TMM 2006 · 3
endursagt greinarnar á ungversku. Þannig er lesandinn strax leiddur inn í furðu-
heim þessa 20. aldar manns en verður svo ásamt honum vitni að ýmsum öðrum
furðum. Þær rekur Valdimar í nokkuð dæmigerðum íslenskum úrdráttarstíl sem
einkennist meðal annars af því að þessum ofurraunsæja sögumanni verður mjög
starsýnt á hvers kyns aukaatriði og lýsir þeim nákvæmlega, eins og tíðkaðist raun-
ar í ýmsum ferðasögum frá þeim tíma þegar sagan á sér stað. Enn fremur er hann
allskýr hetja í eigin sögu, eins og fleiri íslenskir ferðalangar sjálfsbókmenntanna.
Trú Valdimars á fiskátið er studd vísindalegum rökum, rétt eins og margar
kreddur nútímans. Hann er með tölur á hraðbergi og inn í þetta fléttast kyn-
þáttahyggjan sem segja má að hafi verið ráðandi í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar,
áður en Hitler og hans kónar komu óorði á hana. Í Valdimari fara þannig saman
ein mikilvægasta hugmyndafræði 20. aldar í einna geðþekkastri mynd sinni og
hin almenna ákafa vísinda- og framfaratrú þessa tíma, um leið og hann notar
vísindin sem hálfgert blæti, svipað og allir þeir sem selja megrunarkúra, undra-
lyf og fegrunaraðgerðir í nútímanum. Samt er Valdimar ekki að öllu leyti
nútímamaður, til þess er hann of mikill hugsjónamaður og vísindaáhugi hans
þrátt fyrir allt of almennur, miðað við sérhæfingu seinustu áratuga.
Valdimar hefur litið á son skipamiðlarans Jung-Olsens sem helsta samherja
sinn í trúnni á ágæti fisksins og eru vonbrigði hans að vonum mikil þegar kjöt
reynist ráðandi á matseðli skipsins. Þetta hleypir þó lífi í gamla manninn sem
fer að veiða fisk á norska firðinum þar sem skipið heldur til meirihluta sög-
unnar. Eins flytur hann samferðamönnum sínum erindi sem birt er í miðri
bók og klýfur söguna í tvennt. Segja má að fyrri hluti sögunnar einkennist af
furðu Valdimars yfir hinu undarlega ferðlagi sem hann er staddur í en í þeim
seinni nái hann á sinn hátt vaxandi tökum á hlutskipti sínu, uns hann hverfur
af skipinu fyrr en ætlað var og hefur nýja tilveru með hjálp flísarinnar stolnu.
Inn í þessa yfirborðssögu sem snýst þó um innra ferðalag öldungsins Valdi-
mars fléttast síðan önnur saga, sagan sem stýrimaðurinn Keneifur segir frá
ferðalagi Jasonar Esonarsonar. Sú saga er löng og margþætt en í þessari bók er
einn þáttur í öndvegi, þegar Jason og félagar hans eru lengi fastir á Lemney, þar
sem karlarnir eru horfnir og konurnar einar eftir. Á þessari eyju dvelst Argóar-
förum svo lengi að það er eins og þeir hafi gleymt tilgangi farar sinnar og hinu
gullna reyfi. Minnir „ferðin“ því svolítið á ferðalag Valdimars sem siglir strax inn
í Feðufjörð og er þar síðan. Þegar Keneifur er kominn þangað í sögunni að
Herakles hefur talið Jason á að yfirgefa Lemney þykir Valdimari einnig komið
nóg, fer heim aftur og tekur upp samband við ekkjufrú Lauritzen, nágrannakonu
sína. Er engu líkara en að sagan af Lemneyjardvölinni hafi þessi áhrif á hann,
ásamt furðum þeim sem hann verður fyrir á skipinu og flísinni sem hann stelur.
Hlutskipti Valdimars er ekki óþekkt úr módernískum skáldverkum (mér dett-
ur í hug Óhuggandi eftir Kazuo Ishiguro) þar sem fram er dreginn framandleiki
og sérstæð rökvísi annarra mannvera. Samferðamenn hans á skipinu hegða sér
allir undarlega að hans mati. Fyrst í stað er hann hissa á sögum Keneifs um Jason
og félaga, sem hann lítur á sem fjarstæðukenndar furðusögur. En ekki er hann
síður undrandi á brytanum á skipinu og konu hans (saga hennar er fléttuð inn í