Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 2
Frá ritstjóra
Þórunn Sigurðardóttir var ekki lengi að sjá prentvilluna í greininni sinni um Dani-
el Willard Fiske í síðasta hefti. Í aftanmálsgrein við hana er sagt að Fiske hafi ekki
auðnast að heimsækja Ísland fyrr en árið 2879, og er gaman að eiga von á Fiske
aftur eftir rúm 800 ár! Bréfi hans og umfjöllun Þórunnar um þennan ástríðufulla
Íslandsvin var afar vel tekið.
„Ég er hrifinn af Kópvogningsljóðinu hans Hauks Más, og Parísarrómantíkin
hans Sigga Páls var stórkostleg,“ sagði lesandi í bréfi. Annar lesandi hrósaði lang-
hundi Hauks Más: „Vildi óska þess að ég gæti munað línur eins og „þú ert vand-
fundin mið og akkeri horfinna báta“. Og Sigurður Pálsson fékk mörg hrósyrði fyrir
rafmagnaða lýsingu á fundi sínum og Samuels Beckett á götu í París í mars 1968.
Önnur ljóð fengu líka elskulegar viðtökur.
Yfirlitsgrein Ástráðs Eysteinssonar um ljóðabækur 2005 kallaði fram bæði hrós
og kvartanir eins og eðlilegt er. Sigrún skrifar til dæmis: „Fannst svo gaman að lesa
grein Ástráðs um ljóðabækurnar – naut þess í botn að fá svona yfirlit.“ En Eiríki
Erni fannst nýja ljóðlistin fá of litla umfjöllun: „ Það er auðvitað um margt að
fjalla, ætli maður að komast yfir allt, og verður lítið pláss fyrir sumt. En ég fæ á
tilfinninguna að íslenskur ljóðheimur sé meira og meira að skiptast í tvennt – hið
hefðbundna og gamla andspænis hinu óhefðbundna og nýja. Það er ekki endilega
slæmt, í Svíþjóð eru skilin skörp – með OEI öðrum megin og Lyrikvennen hinum
megin, og sama gildir um Kanada, með „the prairie poets“ öðrum megin og post-
avant skáldin hinum megin. Í þessum löndum þrífst einhver fallegasta fram-
úrstefna sem ég veit um.“ Þorleifi fannst mestur fengur að grein Ástráðs og ritdóm-
unum, hældi þar sérstaklega umsögn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur um Sólskinshest.
„Greinar Jónasar Sen og Ármanns Jakobssonar voru báðar skemmtilegar og ögr-
andi lesning,“ segir Heimir í bréfi, „Stefán Snævarr er líka skemmtilega ögrandi
þótt maður eigi stundum erfitt með að samsinna honum.“
Fyrri hluti greinar Gísla Sigurðssonar um málpólitík fékk mörg hrós en almennt
sögðust menn bíða eftir seinni hlutanum áður en þeir segðu meira. Nú er hann
kominn!
„Ég las pistilinn aftast um stafsetningu Laxness og skellihló!“ segir einn lesandi:
„Hafði aldrei hugleitt þetta en við nánari umhugsun var ég bara alveg sammála
höfundinum – engin ástæða til að varðveita þessa sérvisku.“
Edmund datt helst í hug að kápumyndin síðast væri af Moherklettunum á vestur-
strönd Írlands en áttaði sig svo: Þar eru engir lundar! Svo bætir hann við: „There is
something profoundly aesthetic about TMM: although we know that it is not the
cover that makes the book I have no doubt that I prefer to deal with books and
journals that are as aesthetically satisfying as TMM (not that there are too many of
them – obviously your people pay more attention to it).“
Skyldi honum finnast Grýla fagurfræðilega fullnægjandi?
Silja Aðalsteinsdóttir
2 TMM 2006 · 4