Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 6
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
6 TMM 2006 · 4
hégómagirnd sinni, græðgi, leti, skemmtanasýki og öðrum hóglífistil-
hneigingum sem voru því eðlislægar. Frumhugmyndin um „sakleysi“
barnsins er þannig hlaðin bæði jákvæðri og neikvæðri merkingu á átj-
ándu öld og hið ósiðmenntaða barn langt frá því að vera óskrifað blað.
Það þurfti að kenna barninu og aga það en best var að barnið lærði af
fordæmi annarra. Gerði það mistök var æskilegt að það bæði sjálft um
refsingu.
Breski átjándu aldar heimspekingurinn Jeremy Bentham (1748–1832)
vildi að fyrirmyndarfangelsið væri byggt í hring og í miðju þess væri
turn fangavarðanna. Þetta fyrirkomulag kallaði hann „panopticon“.
Dyrnar að fangaklefunum áttu að vera opnar og þeir baðaðir í ljósi upp-
lýsingarinnar í orðsins fyllstu merkingu, engir dimmir ranghalar eða
luktar dyr hjá föngunum. Hins vegar var turninn í miðjunni þannig
gerður að fangarnir gátu ekki séð hvort einhver var að fylgjast með þeim
og neyddust því til að gera ráð fyrir því öllum stundum. Þessa hugmynd
tók franski sagnfræðingurinn Michel Foucault síðar upp og sagði að
þegar borgarinn hefði tekið að sér hlutverk eigin fangavarðar á þennan
hátt væri hlýðni hans og undirgefni við yfirvöld tryggð. Þessi innhverf-
ing valdsins var sömuleiðis markmið góðs uppeldis á átjándu öld.2
Fyrsta barnabókin á íslensku innihélt barnaljóð í hávamálastíl og hét
Barnaljóð, segir Silja Aðalsteinsdóttir í barnabókmenntasögu sinni en
næsta barnabók var alvöru upplýsingarrit þýtt úr þýsku á dönsku og
þaðan á íslensku af séra Guðmundi Jónssyni og gefin út af Magnúsi
Stephensen. Bókin hét Sumargjöf handa börnum og kom út árið 1795.
Silja segir: „Í stuttu máli sagt er í bókinni fjöldi smásagna og þátta þar
sem fyrst og fremst er ástundað að segja börnum hvað þau megi ekki
gera, og þeim hótað misjafnlega hryllilegum örlögum ef þau geri það
samt. Þau mega ekki hrekkja, ekki heimta, ekki vera matvönd eða ráð-
rík, ekki skrökva, ekki vera forvitin, fælin, þverlynd, matgírug eða van-
þakklát.“3
Um miðja átjándu öld höfðu menn byrjað að skrifa svokallaðar „við-
vörunarsögur“ (cautionary tales). Þær sýndu hvernig góðu börnin áttu
ekki að haga sér, svokallaðar „fyrirmyndarsögur“ sögðu hvernig þau
áttu að haga sér.4 Bandaríski bókmenntafræðingurinn Maria Tatar
hefur bent á að þessi barnabókmenntahefð var fullmótuð um það bil
sem bræðurnir Grimm í Þýskalandi söfnuðu alþýðuævintýrum sínum
en bók þeirra Kinder- und Hausmärchen kom út 1812–1815. Viðvörunar-
sögurnar hafa að öllum líkindum haft áhrif á lokagerð margra Grimms-
ævintýra og átt þannig sinn þátt í að móta hið neikvæða viðhorf margra
þeirra til barna.5 Þeim sögum hefur hins vegar lítið verið haldið fram á