Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 8
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
8 TMM 2006 · 4
Latibær verður Sólskinsbær
Í fyrstu bókinni Áfram Latibær!9 kemur íþróttaálfurinn í Latabæ sem er
fjallabær við stöðuvatn eða þorp við sjóinn, óljóst er hvort heldur er af
yfirlitsmynd Halldórs Baldurssonar á saurblaði bókanna. Í Latabæ eru
börnin niðurnídd af hreyfingarleysi, tölvuleikja- og sjónvarpsglápi, þau
eru ýmist of feit eða of horuð og veik á sál og líkama. Bæjarstjórinn
hefur kallað á álfinn af því að bréf hefur borist um að öll þorp í landinu
verði að halda íþróttahátið en Latibær getur ekki neitt og nú eru góð ráð
dýr. Íþróttaálfurinn sýnir börnunum fram á hve miklu betra og
skemmtilegra lífi þau geta lifað með hollu mataræði og mikilli hreyf-
ingu og leik. Hann hleypur um og deilir út ráðum og minnisblöðum og
börnin taka fagnandi á móti þeim eins og í dæmisögum átjándu aldar
þar sem nemandinn lýsir því yfir að hann hafi nú skilið villu síns vegar
og þakkar kennaranum fyrir að hafa sýnt sér hinn rétta veg.
Börnin í Latabæ eru Siggi sæti sem er sjúkur í sælgæti, offeitur, tauga-
veiklaður með brunnar tennur; Maggi mjói sem er svo vannærður að
honum liggur við yfirliði ef hann hreyfir sig; Goggi Mega sjónvarps- og
tölvunörd sem stendur aldrei upp frá tölvunni; Halli Hrekkjusvín fær
útrás fyrir hreyfiþörf sína með því að ofsækja önnur börn; Nenni níski er
ofdekraður og eigingjarn; og eina stelpan er Solla stirða sem getur ekki
reimað skóna sína af því að hún er svo stirð. Börnin eru stereótýpur, ein-
víðar, þroskast ekkert og læra ekkert – þau taka einfaldlega við skipunum
íþróttaálfsins sem segir þeim hvað þau eigi að gera. Íþróttaálfurinn er
algóður og umburðarlyndur við börnin en á bak við viðhorf hans lúrir
afar kunnuglegt siðbótarviðhorf. Það er líkami barnanna sem er vígvöll-
urinn en sálina verður að vinna í fyrstu orustunni og þarna mæta okkur
aftur hugmyndir frá átjándu öld þar sem baráttan við fýsnir og lesti um
yfirráð yfir barnslíkamanum er háð með því að kenna barninu sjálfsaga
og undirgefni undir reglur hinna fullorðnu. Það er því sjálfu fyrir bestu.
Næsta bók heitir Latibær á Ólympíuleikum.10 Söguþráðurinn er sá
sami og í fyrstu bókinni. Bréf berst til bæjarstjórans um að Latibær sem
nú hefur endurheimt gamla nafnið sitt, Sólskinsbær, geti komist með á
Ólympíuleikana. Það vantar hins vegar keppnisanda í krakkana í
Latabæ, þau eru ekki nógu öguð og hörð af sér og sum eiga við persónu-
leikabresti að stríða, of lítið eða of mikið sjálfstraust. Íþróttaálfurinn
fylgist með úr fjarska en skerst ekki í leikinn fyrr en ljóst er að krakk-
arnir ætla ekki að ná árangri af eigin rammleik. Hér eru kynnt til sög-
unnar fleiri Latabæjarbörn; Pétur plat, Eiki eyðslukló, Hinrik hik,
Steina sterka, Stella stel, Óli óþekki, Einar eini, Stebbi stafur og Palli