Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Qupperneq 9
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 9
punktur. Latabæjarbörnin eru þá orðin fimmtán og við bætast tvö
aðkomubörn.
Í upphafi bókar koma nefnilega systkini til Latabæjar frá borginni.
Systkinin eru fulltrúar úrkynjaðrar, erlendrar tísku; systirin, Tína fína, er
á háum hælum, í þröngu pilsi með langar neglur og bróðirinn, Smári
smart, er í víðum buxum sem hanga ekki upp um hann svo að nærbrókar-
hald og rasskinnar sjást. Þessu taka öll börnin eftir og sum hafa orð á því
og buxurnar detta alveg niður um Smára og rassavísanirnar, háðið og
spottið, bæði frá sögupersónum og sögumanni, breytast fljótt í óþægilega
eineltisorðræðu í annarri bókinni. Lesandi spyr sjálfan sig að því hvernig
þetta fari saman við opinn boðskap íþróttaálfsins og bókarinnar um að
enginn eigi að fordæma næsta mann fyrir veikleika og/eða val hans eða
hennar. Sagan gerir þannig annað en hún segir og boðar.
Þriðja bókin heitir Latibær í vandræðum11 og þar fer íþróttaálfurinn í
heimsókn til vina sinna í Ástralíu. Sólinni líst ekki á það og hún spyr:
„Hver á þá að stjórna öllum æfingunum og fylgjast með því hvort Siggi sæti
borðar of mikið af karamellum?“
Sólin beið áhyggjufull eftir svari.
„Íbúarnir í Sólskinsbæ eru fullfærir að sjá um sig sjálfir,“ svaraði íþróttaálf-
urinn dálítið hikandi. (III, 6)
Það kemur náttúrlega í ljós að börnin í Sólskinsbæ, bæjarstjórinn blíð-
lyndi og Stína símalína geta ekki séð um sig sjálf. Til bæjarins kemur
Rikki ríki sem er Glanni glæpur í dulargervi. Hann ræðst gegn hinum
heilbrigða bæ, stelur grænmetinu, setur upp verksmiðju sem endurvinn-
ur grænmetið í næringarlausan dósamat annars vegar og vítamínpillur
hins vegar sem seldar eru bæjarbúum dýrum dómum. Bæjarstjóranum
er bolað frá og þó bæjarbúar amli örlítið láta börnin spillast ótrúlega
fljótt og hverfa aftur til fyrri lasta, yfirgengilegs sælgætisáts og hreyf-
ingarleysis. Sólskinsbær verður Latibær aftur. Allt stefnir í ýtrasta voða
en þá koma íþróttaálfurinn og vinir hans á elleftu stundu og bjarga mál-
unum. Samfélagið getur þá horfið til baka til síns fyrra ástands, þ.e.
ástandsins eftir björgun íþróttaálfsins í lok fyrstu bókar, þar sem börnin
leika sér og hreyfa sig og eru vinir, borða gulrætur og kál og heimarækt-
aða tómata og hreðkur.
Persónusköpun skiptir ekki minna máli í barnabókum en fullorðins-
bókum. Þó að stílfærsla sé þar mun algengari en í fullorðinsbókum
sýnir það sig að börn kunna afar vel að meta persónur sem virðast
einfaldar en eru það ekki eins og Lína langsokkur, Bangsímon og
Harry Potter svo að nokkrar séu nefndar. Sænski barnabókafræðingur-