Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 14
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
14 TMM 2006 · 4
ingar og menntunarfræðingar hafa alltaf lagt megináherslu á þroska- og
þekkingarfræðilegt gildi leikja og leikfanga, hvort leikurinn víkki sjón-
deildarhring barnsins og kenni því eitthvað nýtt um heiminn og til-
veruna. Markaðsfræðingarnir einbeita sér að því hvað barnið velur,
hvernig það tengist leikfanginu og hvaða tilfinningar og fantasíur leik-
urinn kallar á. Þeir skoða hvernig börnin tengjast leikföngum í leik
sínum og hvernig leikföngin geta fengið táknrænt gildi og vísanir innan
barnasamfélagsins eða barnamenningar sem fullorðnir skilja ekki alltaf
en skipta miklu máli fyrir barnið og skipta jafnvel sköpum um leikinn.
Hið sögulega samkomulag leikfangaframleiðenda og sjónvarpsins sem
þurfti auglýsingatekjur á áttunda áratugnum, segir Stephen Kline, fólst
í að sameina sögur og leik, búa til þætti um persónur sem börnin tengj-
ast og vilja því fá sem leikföng.
Í áðurnefndri grein Helga Marar Árnasonar er engin dul dregin á að
það er leikfangamarkaðurinn sem Magnús Scheving stefnir á og í grein-
inni segir að Latabæjarfyrirtækið verði rekið með hagnaði árið 2008.
„Þegar þar er komið munu mestu tekjumöguleikar Latabæjar liggja í sölu
á svokölluðum Latabæjarvörum. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins
verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan
þriggja til fjögurra ára. Hér á Íslandi er þegar á markaði fjölbreytt fram-
leiðsla undir merkjum Latabæjar; bækur, geisladiskar, myndbönd, leikrit,
spil, fatnaður, útvarpsstöð og hagkerfi.“ Magnús Scheving segir í viðtali í
sömu grein að í Bandaríkjunum hafi réttur að Latabæjarvörum verið
seldur Nicelodeon í USA og í viðtali við yfirmann barnaefnis stöðvarinn-
ar kemur fram að vörur merktar Latabæ verða settar á markað eftir að
þættirnir hafi verið sýndir í eitt eða tvö ár en sú er venjan hjá fyrirtæk-
inu. BBC tekur í sama streng í Bretlandi og Super RTL í Þýskalandi en sú
sjónvarpsstöð er að hluta í eigu Disney-samsteypunnar og hefur keypt
einkaréttinn á sölu Latabæjarvörumerkisins í Þýskalandi. Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, Jan Paulus, segir: „En sala vildarvarnings
mun hefjast af krafti á næsta ári. Við teljum að möguleikarnir á þessu
sviði séu mjög miklir sérstaklega á leikfangamarkaði og þá einkum með
leikföngum sem tengjast íþróttum og hreyfingu á einn eða annan hátt.
En einnig eru spennandi möguleikar á matvörumarkaði og þá með hvers
konar heilsufæði. Latibær sendir mjög skýr skilaboð. Við munum ekki
tengja neina óhollustu við Latabæ. Fólk getur þannig gengið að því vísu
hvað það er að kaupa í vörum sem merktar eru Latabæ.“27
Stephen Kline segir að þegar byggð sé upp ímynd og eiginleikar per-
sónu í sjónvarpsþætti sem eigi að markaðsfæra sem leikfang síðar verði
að setja niður nákvæmlega hvernig persónan eigi og megi líta út og