Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 15
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 15
hvernig hreyfimynstur, svipbrigði og aukahlutir fylgi henni. Þeir sem
eiga einkaleyfið að persónunum ganga fast eftir að framleiðendur og
kaupmenn fylgi þeim reglum. Kline vitnar í markaðsfræðinginn Cy
Schneider sem vann áður fyrir Mattel, framleiðanda Barbie-brúðanna,
en hann segir :
Einföld og nákvæm skilgreining á persónunni skiptir meginmáli. Persónan á að
vera – eða verða – mikilvægur hluti af meginstraumi amerískrar fjöldamenn-
ingar. Á meðan persónan getur vísað til eða minnt á persónur sem hafa komið
á undan henni verður hún líka að vera einstök á einn eða annan hátt. Sérstaða
hennar er venjulega undirstrikuð með öðruvísi persónuleika, hönnun, mynd-
vinnslu, söguþræði eða ímynd. Hún er sjaldnast undirstrikuð með því sem per-
sónan stendur fyrir eða gildum sem tengjast henni. Þessar persónur eru stærri
en lífið sjálft. Þær eru súpersérstakar og eru oft gæddar afburða hæfileikum.28
Tilkynnt var um gerð sjónvarpsþáttanna um Latabæ síðla árs 2003 og
gerð þeirra hófst snemma árs 2004. Þá höfðu hugmyndavinna og einka-
leyfisskilgreiningar þáttanna greinilega verið unnar eins vel og hægt
var. Það varð ljóst að Latabæjarbækur Magnúsar Scheving frá 1995–1997
höfðu orðið að gangast undir verulegar breytingar til að geta orðið að
Lazy Town sjónvarpsþáttunum.
Þrælauppreisn Sporticusar
Í fyrsta þætti sjónvarpsgerðar Latabæjarsyrpunnar „Áfram Latibær“ má
sjá íþróttaálfinn sem nú er orðinn mjög breyttur og heitir Sporticus.
Hann er ekki lengur íslensk þjóðsagnapersóna eða gamall, vitur álfur
heldur „súpermaður“ og býr í geimskipi þar sem hann stundar sína
þolfimi, borðar ávexti og grænmeti og fylgist með því að allt fari vel í
heiminum. Hver þáttur byggist á átökum milli hetjunnar Sporticusar og
andstæðings hans, óþokkans Robbie Rotten. Í kynningarsyrpunni á
undan hverjum þætti sjáum við fyrst Sporticus (hinn góða), svo Robbie
Rotten (hinn illa), svo Stephanie (hina fögru) og loks börnin fjögur í
Latabæ sem eru eins konar hóppersóna í sjónvarpsþáttunum.
Sporticus er hetja þáttanna og aðalpersóna og hann fullnægir öllum
kröfum Cy Schneider hér að ofan í því að hann vísar til hefðar en sker
sig úr henni líka. Hann er súpermaður í eins konar samblandi af íþrótta-
fötum og súpermannabúningi með kristal framan á sér. Celia Anderson
bendir á að okkar tímar hafa fengið sínar eigin goðsagnir en öfugt við
þær gömlu sem voru upprunagoðsagnir til að skýra heiminn og sálina
fjalla þær nýju um baráttuna við að lifa af. Hún telur að súpermanns-