Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 16
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
16 TMM 2006 · 4
goðsögnin höfði mjög til barna sem uppbót fyrir og mótvægi við þeirra
eigið valdaleysi.29
Baráttan við að lifa af og berjast við stóra og illa óvini er vinsælasta
minni nútíma afþreyingarefnis fyrir börn. Sjónvarpsþættirnir um
Strumpana seldust til dæmis ekkert fyrr en galdrakarlinn Kjartan og kött-
ur hans voru kynntir til sögunnar og byrjuðu að ofsækja Strumpaþorpið.
Eins er það með Latabæ. Sporticus er bjargvættur Latabæjar sem ferst ef
verndari hans lítur af honum og Glanni glæpur fær að leika lausum hala.
Fleira höfðar til barnsins í þessari goðsögn; súpermaðurinn er fram-
andi og ólíkur öllum öðrum, fyrirlitinn og forsmáður eins og kolbít-
urinn gamli (og barnið sjálft í eigin augum) en er í raun sterkari og
meiri en allir aðrir. Meginmunurinn á súperhetju gömlu goðsagnanna
og þeirra nýju er að í þeim nýju eru það ekki persónubundnir eiginleik-
ar hetjunnar sem gera hana sérstaka heldur sú staðreynd að súpermað-
urinn er ekki af þessum heimi, hann er fæddur annars staðar og úr þeim
stað koma styrkur hans og yfirburðir (röntgenaugu, hæfileiki til að
fljúga o.s.frv.). Fyrsti Clark Kentinn í kalda stríðinu sór líka „sannleik-
anum, réttlætinu og amerískum lífsháttum“ trúnaðareið enda sameinar
súpermaðurinn vísindaskáldsöguna, ameríska vestrann og eiginleika
frá alþjóðlegri goðafræði og er mjög amerískur skáldskapur.
Sporticus, fyrrum íþróttaálfur, gerir hins vegar enga kröfu til að vera
súpermaður heldur gerir það ljóst strax í fyrsta þætti að hann sé rétt
rúmlega í meðallagi magnaður og við það stendur hann. Það gerir hann
eiginlega fremur að póstmódernískri skopstælingu á súpermannahefð-
inni en hreinan fulltrúa bjargvættarins í lífsbaráttugoðsögninni. Flug-
mannsgleraugu hans og mjóa yfirskeggið eru fyndin og minna á flagara
á öðrum áratug tuttugustu aldar, en í kynningu persónunnar á heima-
síðunni er undirstrikað að hann sé „þolinmóður, góður og skilnings-
ríkur“ og vilji frekar kenna góða siði með því að vera fyrirmynd en að
þrasa við börnin.
Allar goðsögur byggja á átökum og mótleikari Sporticusar er Robbie
Rotten eða Glanni glæpur. Á meðan hetjan svífur yfir jörðinni eins og
„ofurmenni“ er andhetjan neðan hennar, eins konar „undirmenni“,
situr þar í stól, treður í sig sælgæti og horfir á sjónvarp. Þannig finnst
honum að Latabæingar eigi líka að lifa og er tilbúinn til að berjast fyrir
sínum kyrrstæða lífstíl af hörku og dugnaði. Engin (önnur) skýring er
gefin á hatri hans á íþróttaálfinum og börnunum en það fer alltaf illa
fyrir honum í lok hvers þáttar. Á heimasíðunni eru persónueinkenni
hans óljós og illa afmörkuð, en hann er eina persóna þáttanna sem hefur
fleiri en fimm svipbrigði.