Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 18
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
18 TMM 2006 · 4
unum um Lazy Town eru fulltrúar ákveðinna staðalmanngerða sem
eru, öfugt við hetjuna og andhetjuna, og öfugt við börnin í Latabæjar-
bókunum, fremur skýrt afmarkaðar. Stephanie er leiðtoginn, hress og
glöð, greind, hugrökk og með leiðtogahæfileika og frumkvæði. Hún er
afar evrópsk/bandarísk í útliti, á að vera 8 ára. Hin börnin eru leikin
með brúðum sem eru fulltrúar mismunandi kynþátta; Ziggy (Siggi sæti)
er hvítur, minnir svolítið á Denna dæmalausa í útliti, 6 ára. Litarháttur
Pixel (Goggi Mega) er svartur. Hann er 9 ára. Stingy (Nenni níski) er
viljandi eða óviljandi gæddur stereotýpískum gyðingaeinkennum,
svarthærður, nefstór og snyrtilega púkalegur. Hann er 7 ára. Trixie
(Halla – ekki í bókunum) er töffari og hörð í horn að taka. Hún á að vera
8 ára og brúðan hefur óákveðin austurlensk einkenni. Þá eru helstu
kynþættir saman komnir ef tekinn er með Meyor, bæjarstjórinn, frændi
Sollu, brúnn á hörund og gæti verið af indverskum eða pakistönskum
uppruna, og Bessie, fröken símalína, sem er fremur suður-amerísk í
útliti og gæti verið af indjánaættum. Þetta er augljóslega gert eftir form-
úlunni um að þátturinn skuli falla inn í meginstraum amerískrar
fjöldamenningar en þessi (sameinaða) þjóðablanda virkar trúlega fram-
andlega á mörg íslensk börn.
Börnin í Latabæ berjast við fíkn sína í sælgæti og tölvuleiki. Af hverju
eru þau svona illa stödd? Hvað gerðist og hvar eru foreldrar barnanna?
Þeir eru fjarverandi og öll veruleikatengsl eru máð út í Latabæ. Latibær
er ekki sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna heldur snýr framleiðslan sér
beint til barna. Ef til vill er það ætlun Latabæjarseríunnar að deila á
neyslusamfélagið og síðkapítalismann þar sem öll mannleg samskipti
hafa verið vöruvædd og gróðahyggjan ræður ríkjum. Ef það er ætlunin
er það væntanlega fulltrúi hins illa, Robbie Rotten, sem hefur komið
með sælgætið og græðir peninga eða sálarfró á því að börnin veslist upp?
Uppreisn Sporticusar, sem leiðtoga barnanna í Latabæ, er þá hin eina
sanna nútímauppreisn neysluþrælanna gegn harðstjórum og fulltrúum
alþjóðlegra auðhringja sem vilja græða á börnum og sakbitnum foreldr-
um þeirra. Eða hvað?
Það felst í bókunum um Latabæ ákveðin menningargagnrýni á hið
nútímalega neyslusamfélag, eftirsjá og þrá eftir að snúa aftur til virkni
og gleði samfélaga barna sem léku sér glöð í útileikjum og vissu ekki
hvað einmana sjónvarpsgláp var. En þessi gagnrýni svífur einhvern veg-
inn markmiðslaus eins og tómur loftbelgur yfir Lazy Town þáttunum.
Sporticus boðar að börn eigi að borða hollan mat og hreyfa sig en hver
á að gefa börnunum sem horfa á þættina holla matinn ef ríkið vill ekki
borga fyrir hann í leikskólunum og foreldrarnir hafa ekki tíma til að