Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 19
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 19
elda á kvöldin? Hvar eiga þau að leika sér í hressu útileikjunum ef for-
eldrarnir eru dauðhræddir um að keyrt verði yfir börnin eða þeim stol-
ið og misþyrmt af barnaníðingum í borginni? Ekkert af þessu er tekið til
umræðu hvorki í bókum né myndum um Latabæ heldur er það með-
fædd leti og nautnasýki barnanna sem kastar þeim ofan í skelfingar
offitu, sælgætisáts og kyrrsetu, og þar komum við aftur að uppruna
sjónvarpsmyndanna í hinum mórölsku dæmisögum Latabæjarbóka og
viðvörunarsögum átjándu aldar þó að langt virðist vera frá uppsprett-
unni til óssins.
Sakleysi barnanna í Latabæ hefur verið spillt með sykri og nautnasýki
og á henni eru oftast tvær hliðar. Handritshöfundum sjónvarpsþáttanna
um Lazy Town hefur hugnast að beita fyrir eldri áhorfendur með
ákveðnu daðri og kynferðislegri spennu sem var alls ekki í Latabæjar-
bókum Magnúsar Scheving. Solla stirða er aukapersóna í Latabæjarsög-
unum en hefur hér verið flutt inn í miðju frásagnarinnar. Hún er gestur
sem kemur utan að og hefur glöggt auga, er ekki samdauna heimabæn-
um og setur því af stað atburðarás þar sem engin var áður. Þetta er eitt
af algengustu upphafsatriðum leikrita og sagna fyrr og síðar og má
minna á Lísu í Undralandi og Línu Langsokk sem tvö dæmi. Um leið er
þetta skynsamlegt og í samræmi við áhorfskannanir sem sýna að börn
vilja sjá önnur börn virk og skapandi. Hún getur líka laðað stelpur að
þáttunum en samfélag Latabæjarbókanna var strákasamfélag. Öfugt við
bókina er Solla stirða – Stephanie sjónvarpsþáttanna – bæði falleg og í
hörkuformi frá byrjun og Gotti Mega verður skotinn í henni við fyrstu
sýn. Hún er leiðtogi barnanna, það er hún sem kallar á Sporticus og er
helsti mótleikari hans, saman reyna þau að halda Latabæ á réttri braut.
Um leið verður björgunarhlutverk Sporticusar óskýrara og vísun hans
til amerísku hefðarinnar jafnvel vafasöm því að varla á Stephanie að
vera verðlaun hans eins og Lois Lane Clarks Kents?
Það er með töluverðri vantrú sem maður sér að heimasíða Latabæjar
leggur þessa túlkun í hendur mönnum.32 Þar eru myndir af Sporticus og
Stephanie í hefðbundninni paruppstillingu og þar segir í persónulýs-
ingu Stephanie: „Stephanie is positive, curious, affable, and able to learn
from her mistakes. She sees her life as a grand adventure. One where she
can try new things, makes new friends, and sometimes hangs out with a
hero!“
Julianna Rose Mauriello sem leikur Stephanie er fædd 1991, og því
fimmtán ára á þessu herrans ári. Hún leikur niður fyrir sig og er ekki
alveg sannfærandi í hlutverki átta ára telpu. Hún hefur augljósa Shirley
Temple takta er „cute and coy“ í leik sínum. Hún var kosin áttunda