Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 20
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
20 TMM 2006 · 4
kynþokkafyllsta konan á Íslandi í kosningum Rásar tvö í fyrra og
femínistar spurðu hvort enginn sæi neitt athugavert við það?33 Á netinu
eru afskaplega margar vísanir til Latabæjar en megnið af því eru spjall-
þræðir og blogg barna og unglinga. Ef menn vilja elta þessar Latabæjar-
vísanir á netinu má sjá hvernig börn og unglingar í Bandaríkjunum34
eða Danmörku35 eru eldsnögg að sjá þessar daðursvísanir, ræða þær
fram og aftur og finnst þær vandræðalegar (en um leið kitlandi).
Að lokum
Breski barnabókafræðingurinn Kimberley Reynolds talar um það36 að
fernt einkenni öðru fremur nýjar barnabækur og viðhorfin sem þar
birtast til barna. Í fyrsta lagi eftirsjá eftir hinni hefðbundnu bernsku, í
öðru lagi tilhneiging til að skoða börnin sem fórnarlömb, í þriðja lagi
tilhneiging til að skoða þau sem djöfla og í fjórða lagi sem markaðsfyrir-
bæri. Í Latabæ og ferð hans stig af stigi, frá siðbótarsöguhefð umvönd-
unarsagna til meginstraums sjónvarpsþátta fyrir óskilgreindan massa
barna, höfum við séð hvernig allir þessir fjórir þættir skiptast á og renna
jafnvel saman.
Stephen Kline sem oft hefur verið vitnað til hér að framan segir að
ekkert sé einfalt eða svart og hvítt í sambandi og samskiptum barna og
fjölmiðla. Til eru sálfræðingar sem fagna sjónvarpsþáttum sem selja
leikföng og segja að leikur barna sé alltaf af hinu góða. Þar samsami
barnið sig og tengist persónum leikfanganna en það sé fyrst og fremst í
samskiptum leikandi barna sem þau rækti hæfni til að takast á við
erfiðleika í eigin lífi og í leiknum rækta þau málfar sitt og ýmsa hæfileika
sem koma að góðum notum í lífinu. Barnið taki alltaf skapandi á móti
leikföngum og enginn framleiðandi geti ráðið hvaða stefnu leikur barns-
ins taki. Barnabókafræðingurinn Jack Zipes segir að hann vildi gjarna
trúa þessu en því miður séu persónur þáttanna og síðar leikfanganna
kynntar fyrir börnunum á þann hátt að það bindi og þrengi túlkunar-
möguleika þeirra og skapandi leik. Í sama streng tekur Stephen Kline.
Niðurstaða Zipes er sú að verið sé að reyna að steypa börn um heim allan
í sama mót sem sé ákvarðað af markaðsfræðingum og auðhringjum. Það
sé verið að reyna að breyta barninu í vöru – og í þessu ferli sé ekkert pláss
fyrir metnaðarfulla menningu fyrir og með börnum, menningu sem
leyfi bæði hinu einstaka barni og þúsund börnum að blómstra.37 Latibær
skilur sig ekki frá öðru fjöldaframleiddu sjónvarpsefni fyrir börn í þessu
tilliti og það er erfitt að sjá að þættirnir séu unnir af meiri metnaði eða
hugsjónum en gengur og gerist um slíkt barnaefni.