Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 21
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 21
Það er afar erfitt að vera á móti Latabæ á Íslandi þar sem einstakir
ráðherrar eru verndarar Latabæjar og ríkisstjórn og forseti hafa gert
þættina að baráttumáli af því hve hollur og góður boðskapur þeirra sé
og hve mikil landkynning þeir séu fyrir Ísland. Latabæjarfyrirtækið
hefur sömuleiðis markaðssett vöru sína sem heilsuþætti til að hjálpa
börnum að berjast gegn offitu sem er vaxandi vandamál eins og allir
vita. En hvernig ætlar Latibær að gera það? Með því að hvetja börn til að
horfa meira á sjónvarp, kaupa latabæjarnáttföt og armbandsúr og bún-
inga og myndbönd?
Boðskapur Latabæjar er ekki neikvæður eða ofbeldisfullur og enginn
getur verið á móti því að börn borði hollan mat og hreyfi sig – þó það nú
væri! En verður það gert með enn einum afþreyingarþættinum og fjöl-
mörgum fylgihlutum? Er verið að bjóða sakbitnum foreldrum, ríkis-
stjórnum og menningarmiðlum ódýra lausn á mjög alvarlegu og dýru
vandamáli?
Michael Carrington, yfirmaður CBBC (Childrens BBC) sagði í viðtali
við Helga Mar Árnason að um ein milljón barna í Bretlandi ætti við
offitu að stríða og hann segir: „Það stendur þannig upp á BBC að leggja
lið í baráttunni gegn offitu. Við fórum því að velta því fyrir okkur
hvernig við gætum gert það. Við vildum skemmta börnunum án þess að
predika yfir þeim. Þá rak Magnús Scheving á fjörur okkar og hann hafði
varið miklum tíma í að þróa einmitt þessa hugmynd. Okkur fannst því
út í hött að verja enn meiri tíma í að finna aftur upp hjólið. Það má því
segja að Magnús hafi verið á réttum stað á réttum tíma.“ Og seinna segir
í greininni: „BBC hafnaði Latabæ fyrir tveimur árum en Carrington
segir að þá hafi menn talið þættina vera of „ameríska“ og yfirhöfuð ekki
áttað sig á hugmyndinni bak við þá. „Þeir hittu heldur ekki Magnús
Scheving og smituðust af þeirri ástríðu sem hann leggur í verkefnið.“38
Við þetta mætti ef til vill bæta að þá hafði Jamie Oliver ekki gert rusl-
fæði skólamötuneytanna að þjóðarhneyksli og fita barnanna var ekki
orðið efni í fyrirsagnir á forsíðum dagblaðanna.
Það á sannarlega enn eftir að taka þá umræðu upp hvaða ábyrgð for-
eldrar og leiðtogar samfélagsins vilja taka á velferð barna sinna, hvort
stjórnvöld vilji halda áfram að siga á þau jafnt leikja- og skyndibitafram-
leiðendum eða setja reglur um aðgengi þeirra að börnunum. Hvort for-
eldrar eigi að axla ábyrgð sína á málinu og eyða meiri tíma með börnum
sínum, vaka betur yfir velferð þeirra. Og loks hvort eigi að spyrja börn-
in hvað þeim finnist rétt að gera. Það á enn eftir að taka á þessu máli,
bæði pólitískt og á listrænan hátt og það ætti ekki að líða neinum að
kaupa sig ódýrt frá því.