Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 28
K r i s t í n R a g n a G u n n a r s d ó t t i r
28 TMM 2006 · 4
Lykill staðsetningar og fjölföldunar á við t.d. ef sama persónan birtist
oftar en einu sinni á sömu mynd. Þá er líklegt að viðkomandi ráði ekki
alveg við stöðu mála. Staðsetning aðalpersónu á opnu getur sagt lesand-
anum mikið um framvindu sögunnar. Persóna lengst til vinstri á opnu
er öruggari en persóna hægra megin. En sú til hægri er mjög líklega að
fara í einhverskonar ferðalag, inn í ævintýri bókarinnar.
Lykill sjónarhorns snýr að umhverfi persónanna. Sjónarhorn gefur
ýmislegt til kynna um líðan persóna og breytingar á stöðunni. Sjón-
deildarhringurinn er oft notaður á táknrænan hátt og ef hann hverfur
skapar það óvissu og spennu.
Lykill ramma á við það að rammar og lögun þeirra hafa áhrif á það
hvernig lesandinn skynjar söguna. Rammi líkist glugga sem horft er inn
um, hann takmarkar aðgengi lesandans að efninu og rammalaus mynd
virkar því oft opnari og nálægari. Rammar eru markvisst notaðir, eða
ekki notaðir, til að sýna breytingar á gangi mála eða til að aðgreina ólíka
heima. Eins skiptir lögun rammans máli, t.d. hvort hann er ferkantaður
eða kringlóttur, heill eða rofinn.
Lykill línunnar tekur á því hvaða skilaboðum er komið á framfæri með
teiknistílnum. Ákveðin, lausleg, breytileg, hvöss eða mjúk lína segir
okkur ólíka hluti. Til dæmis getur hreyfing verið sýnd með lausri brota-
kenndri línu en hvassar línur gefa frekar til kynna einhverskonar hættu.
Lykill lita snýr að litanotkun en hún er einstaklega merkingarbær í
myndum. Heitir og kaldir litir tengjast oft tilfinningum, heitir litir eins
og rauður eða gulur geta t.d. táknað ást eða gleði. Kaldir litir, t.d. blár
eða fjólublár, geta staðið fyrir hræðslu eða vanlíðan. Litir eru notaðir til
að tengja hliðstæða hluti saman á táknrænan hátt og það hefur einnig
mikil áhrif ef mynd er dökk eða ljós. Eins hafa ákveðnir litir ákveðna
skírskotun innan mismunandi menningarheima. Svartur og hvítur
tákna t.d. annað á Vesturlöndum en í Austurlöndum.
En það ber ætíð að hafa í huga að hver bók er sjálfstætt verk með sitt eigið
táknkerfi. Moebius leggur áherslu á að skoða beri myndabókina í heild
sinni og að lyklarnir gefi einungis vísbendingu um merkingu. Hönnun
bókarinnar, kápa, titilblað, hver opna fyrir sig ásamt saurblöðum, miðar að
því að miðla sögunni á heildstæðan hátt. Hvert verk er margradda heimur
útaf fyrir sig þar sem myndmálið gegnir veigamiklu hlutverki.
Engill í vesturbænum
Engill í vesturbænum kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 2002. Bókin fékk
Norrænu barnabókaverðlaunin 2003, Barnabókaverðlaun fræðsluráðs