Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 29
Væ n g i r h u g a n s
TMM 2006 · 4 29
Reykjavíkur 2003 og Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna
ráðsins 2004. Þetta er áleitið verk sem tekst á við erfið viðfangsefni. Röð
sjálfstæðra örsagna eftir Kristínu Steinsdóttur í bókinni myndar heild-
stæða frásögn sem Halla Sólveig Þorgeirsdóttir hefur myndskreytt á
metnaðarfullan hátt. Sigrún Sigvaldadóttir hannaði bókina og er upp-
setning leturs samofin myndum og innihaldi textans.
Askur býr með móður sinni í blokk í vesturbænum. Foreldrar hans
hafa slitið samvistum og hann á erfitt með að takast á við breytingar
sem eru því samhliða. Hann er einmana, honum er strítt í skólanum og
hann grunar nágranna sinn um græsku. Í bókinni segir hann frá hug-
leiðingum sínum um fólkið í stigaganginum, fjölskylduna, heiminn og
geiminn og lesandinn fær að upplifa hvernig Askur skynjar umhverfi
sitt. Hann lýsir atvikum úr daglegu lífi sínu en bætir ríkulega við þau
með fjörugu ímyndunarafli. Ævintýraminni blandast inn í hversdags-
lega atburði, og varúlfur, Lína langsokkur og engill eiga leið um stiga-
ganginn hans.
Lesandinn skynjar kvíða Asks, ótta og angist en einnig gleði, vænt-
umþykju og vonir. Myndirnar eiga stóran þátt í að miðla margslungnum
tilfinningum hans. Halla Sólveig fékk íslensku myndskreytiverðlaunin,
Dimmalimm, fyrir sinn þátt og var einstaklega vel að þeim komin. Ég
ætla að rýna í nokkrar opnur og skoða hvernig myndmál er notað til að
koma efni bókarinnar til skila á táknrænan hátt.
Myndræn umgjörð
Á kápunni sjáum við hvíta vængi og titillinn Engill í vesturbænum teng-
ir þá við engil. Þarna er hluti látinn standa fyrir heild (pars pro toto) og
okkur er látið eftir að sjá heildarmyndina. Það eru til margskonar engl-
ar, verndarenglar, ástarenglar og engill dauðans. Vængir þessa engils eru
bjartir á himinbláum bakgrunni og minna á flug og frelsi. Þeir leiða
okkur eftirvæntingarfull inní bókina. Neðst á kápunni eru lítil mynd-
brot er reynast vera sýnishorn af opnumyndum bókarinnar. Þetta kall-
ast á við frásagnarform verksins sem byggist á örsögum er saman
mynda eina heild.
Á saurblöðum bókarinnar birtist eldheit mynd af húsunum í vestur-
bænum. Þetta er sögusvið verksins og síðar kemur í ljós að þetta er fram-
andgerð sólarupprás. Saurblöðin halda vel utanum verkið, það er eins og
sólin komi upp í byrjun verks og setjist í lok þess er engillinn svífur inní
sólarlagið. Steingráar titilsíður skapa andstæðu við tilfinningahita saur-
blaðanna og þessi leikur með heita og kalda liti er áberandi í gegnum