Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 30
K r i s t í n R a g n a G u n n a r s d ó t t i r
30 TMM 2006 · 4
verkið. Efnisyfirlit er óvenjulegt með mynd af hverri opnu ásamt titli
örsagnanna og gefur það í skyn að hver saga sé sjálfstætt listaverk. Það
eru ekki blaðsíðutöl í bókinni og því er leitað að mynd ef grípa á niður í
stakan kafla.
Hver opna er heild og umgjörð utan um eina örsögu. Það er einn
afgerandi bakgrunnslitur á hverri opnu og litanotkun helst í hendur við
efni hverrar sögu fyrir sig. Grunnurinn flæðir útfyrir síðurnar og
myndir eru því ekki takmarkaðar með ramma. Það á vel við því mynd-
irnar birta hugsanir Asks og þeim eru engin takmörk sett.
Fjölbreytilegur stíll mynda helst í hendur við hugleiðingar Asks.
Myndbrot með teikningum, máluðum myndum, klippimyndum og ljós-
myndum kallast hvert á við annað. Myndstíllinn er þannig samstiga
frásagnartækni verksins. Léttleikandi teikningar er minna á skissur
gegna gjarnan því hlutverki að staðsetja okkur í rúmi eða læða skemmti-
legum smáatriðum inní frásögnina. Máluðu myndirnar eru afgerandi
og í þeim leynist oft gáskafullur húmor og jafnvel írónía. Klippimyndir
blandast saman við aðra þætti myndanna, vísa í textann og minna
stundum á dagbókarbrot.
Texti og myndir eru þrædd saman og brugðið er á leik með fyrirsagn-
ir. Þær eru hluti af myndrænni frásögn bókarinnar og er sagan „Renni-
lás“ gott dæmi um það. Titillinn er lóðréttur á síðunni og minnir á
rennilás og hann bergmálar teikningu til vinstri á opnunni. Askur getur
ekki sofið vegna kvíða, hann ímyndar sér hvernig það væri að hafa
rennilás framan á sér til að hleypa fiðrildunum útúr maganum. Líðan
hans er myndgerð bæði í texta, myndmáli og framsetningu texta.
„Blokkin mín“ (mynd 1)
Á fyrstu opnu verksins segir Askur frá því að hann búi í gamalli blokk
með mömmu sinni. Bakgrunnurinn er gulur og hlýr en myndin sýnir
okkur blokkina, litla og gráa í bakgrunni. Í forgrunni til hægri er risa-
vaxinn, bláklæddur maður með úlfshaus. Hann starir á okkur, er með
aðra höndina fyrir aftan bak og brosir lymskulega með tunguna úti.
Hvassar útlínur hársins á hnakka hans kallast á við beittar tennurnar.
En hann er á inniskóm og með rjúkandi heitt te í bolla. Hvort er hann
ógnandi úlfur eða afslappaður nágranni Asks?
Úlfmaðurinn er svo stór að hann kemst varla fyrir á blaðsíðunni og
undirstrikar það vægi hættunnar í huga Asks. Hann stígur í áttina til
okkar en að baki hans er skuggi sem liggur alla leið að kjallaraglugga á
blokkinni. Askur segir: „Ég held að það búi varúlfur í kjallaranum“. Það