Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 33
Væ n g i r h u g a n s
TMM 2006 · 4 33
Yngri lesendur skynja ótta Asks í bókstaflegri merkingu en eldri lesendur
hafa áttað sig á því að menn mikla oft hluti fyrir sér í huganum og stund-
um á spaugilegan hátt. Það kemur líka á daginn að Askur vinnur smám
saman á ótta sínum og skrímslin í sundlauginni virðast gufa upp.
„Einu sinni“ (mynd 3)
Á opnunni „Einu sinni“ er myndin látin segja meira en mörg orð. Text-
inn situr hljóðlátur neðst á síðunni. Hann segir: „Einu sinni bjuggum
við í litlu húsi. Ég er oft að hugsa um hvað maður geti verið einn í blokk
þótt hún sé full af fólki.“ Myndin sýnir mikla græna auðn í forgrunni.
Sjóndeildarhringurinn er hátt uppi á myndfletinum og efst til hægri, í
fjarska, er lítið hús. Það er appelsínugult og hlýlegt og fyrir framan það
blaktir hvítur þvottur vinalega á snúru. Á bak við húsið er blá, ópersónu-
leg húsaþyrping sem flæðir útaf síðunni til hægri áfram inní söguna.
Myndin tjáir einsemd Asks og eftirsjá á kraftmikinn hátt. Staðsetn-
ing sjóndeildarhringsins, hlutföll á síðu, þ.e. stærð hússins miðað við hið
stóra græna tún, litanotkun og samspil texta og myndar, allt miðlar
þetta tilfinningum Asks.
Blár litur einkennir gjarnan þær opnur þar sem Aski líður illa, hann
er óöruggur, einmana eða hræddur en gulur litur er áberandi þar sem
Aski finnst gaman, þegar hann er ánægður eða hrifinn. Guli liturinn
glóir í myndinni „Kvöldlestur“ og undirstrikar hlýju og væntumþykju.
Aski líður vel er hann hlustar á sögur í fangi móður sinnar. Bæði móðir
hans og sófinn umlykja hann og vernda í bjarma kertaljóss en skuggar
sófans og stofuborðsins taka á sig mynd ævintýravera sem tilheyra
sagnaheimi bókanna og ímyndunaraflinu. Mynstur á borðbrún og diski
minna á fjarlæg lönd og teppið í fangi Asks á framandi dýr.
Það er einnig brugðið á annarskonar leik í myndinni því sköpunar-
ferlið er gert sýnilegt. Grafískur hönnuður bókarinnar fær nýtt hlutverk
sem móðir Asks og þannig er minnt á framleiðsluferli verksins.
„Varúlfur á gægjum“ (mynd 4)
Myndmálið á opnunni „Varúlfur á gægjum“ er afdráttarlaust. Aski líður
illa vegna gægjugata sem eru á hverri hurð í stigaganginum. Risavaxið,
óvægið augað á myndinni gefur tilfinningu fyrir óöryggi Asks og ótta
hans við að einhver sé að fylgjast með honum. Augað líkist auga úlfsins
á opnunni „Blokkin mín“ (mynd 1) en getur einnig minnt á auga engils-
ins á myndinni „Engill í húsinu“.