Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 34
K r i s t í n R a g n a G u n n a r s d ó t t i r
34 TMM 2006 · 4
Grár litur opnunnar minnir á ópersónulegt fangelsi og Aski finnst
að hann sé hvergi óhultur. Hver veit hvað leynist á bak við lokaðar
dyrnar. Eins má sjá samlíkingu milli stigagangsins og göngustígs í
skógi. Það grillir í augu á milli trjánna sem fylgjast með óttaslegnum
vegfaranda.
Myndabókin er að sumu leyti eins og ljóð. Myndhverfingar eru not-
aðar til að tjá tilfinningar og abstrakt hugtök eins og ást, hræðslu og
einsemd. Á opnunni „Biðukollustrákurinn“ er kímileg myndhverfing.
Aski finnst hár drengs sem býr í sama stigagangi og hann líkjast biðu-
kollu. Hann veit ekki hvernig hann á að nálgast drenginn, hann langar
til að eignast vin en er hræddur við að takast á við nánari samskipti.
Vandræðagangur hans birtist í texta og mynd í formi þess að hann
óttast að grípa biðukollustrákinn einhvern daginn og blása á hann þar
til allt hárið fýkur af honum. Hugsun hans er myndgerð og höfuð
drengsins situr á stilki.
„Nýtt rúm“ er gott dæmi um það þegar verið er að túlka óþægilegar
tilfinningar Asks. Vonir Asks um að foreldrar hans nái saman aftur eru
orðnar að engu. Pabbi hans er kominn með nýja konu og Aski finnst
hann vera hornreka. Askur hefur fengið nýtt rúm í vinnuherbergi pabba
síns en er alveg hættur að gista hjá honum.
Blá opnan er köld og sýnir lítið herbergi lokað af, efst til vinstri, útí
horni á myndfletinum. Það er skuggi yfir herberginu en ljósrák leggur
inná gólfið um opnar dyr. Fyrir utan dyrnar, í fjarlægð, sést í skugga-
mynd tveggja fullorðinna. Dyr og gluggar eru oft notuð á táknrænan
hátt í þessari bók og kemur það heim og saman við það sem Moebius
segir. Hann bendir á að hlið, dyr, gluggar, stigar, götur og ár séu iðulega
notuð í myndabókum sem tákn um það að aðalpersónan standi á þrösk-
uldi í þroskaferli sínum.7
Í mannlausu herberginu stendur rúm Asks og passar illa inní
umhverfið. Yfir rúminu hanga tvær myndir, önnur af afmælistertu en
hin minnir á úlfshaus. Skærgrænt rúmið, rauðu púðarnir og afmælis-
kakan skapa sterka andstæðu við grátt skrifborðið, tölvuna, skrifborðs-
stól og möppur. Heimur fullorðinna er ólíkur heimi barnsins og þarna
gengur illa að láta þá falla saman. Þetta er áleitin mynd sem segir meira
en mörg orð og býður uppá svigrúm fyrir túlkun lesenda.
„Í spegli“ (mynd 5)
Næsta opna er eldheit og allt öðruvísi enda er verið að segja frá óvæntum
atburði. Opnan er rauð og bleik á litinn. Í spegli glittir í hvítan engil efst