Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 35
Væ n g i r h u g a n s
TMM 2006 · 4 35
til hægri. Á myndfletinum er brugðið á leik, form spegilsins er endur-
tekið undir textanum og fyrirsögnin birtist öfug, sem spegilmynd.
Askur er að bursta í sér tennurnar og lítur í spegilinn en þá sér hann
allt í einu lítinn engil á baðherbergisskápnum. Honum er svo brugðið að
hann missir tannburstann í vaskinn og er hreyfing burstans gefin til
kynna með brotalínu. Tannburstinn er tákn fyrir Ask. Þannig getur
framsetning á myndrænum þáttum kallað fram hugsanatengsl þegar
einn hlutur minnir á annan og þeir tengjast á táknrænan hátt. Tann-
burstinn og rennandi vatnið gefa tilfinningu fyrir Aski og óvæntri upp-
lifun hans. Hann hefur fundið verndarengil inná baði. Spegillinn
rammar engilinn inn og rauði liturinn rammar textann inn og undir-
strikar þá öryggiskennd sem engillinn veitir Aski.
„Fyrr en seinna“ (mynd 6)
En Askur er óöruggur með sjálfsmynd sína og honum er strítt í skól-
anum. Á hann að láta undan þrýstingi og breyta sér til að falla betur í
hópinn? Hann getur t.d. fengið sér nýja hárgreiðslu og mismunandi
möguleikar þess eru túlkaðir með númeruðum hausum í myndinni á
þessari opnu. Það er hægt að kaupa sér ímynd og hér birtist írónísk
framsetning á því sem fullorðnir lesendur ættu að skilja. En andlits-
lausir hausarnir standa einnig fyrir tilvistarkreppu Asks. Er það útlitið
eða innihaldið sem skiptir mestu máli? Myndin bætir því við textann og
gerir örsöguna margræðari.
„Breyting“ (mynd 7)
Á þessari opnu fær myndin mikið svigrúm. Textinn segir: „Pabbi segir
að ég verði bráðum stóri bróðir. Eins og mér sé ekki sama.“ Okkur er
látið það eftir að lesa á milli línanna hvernig Aski líður í raun og veru og
myndin og framsetning textans hjálpa til við það. Grunnurinn er litlaus,
grár og hvítur og myndflöturinn tvískiptur. Litli bróðir Asks stendur
öskrandi í örygginu neðst vinstra megin á opnunni, á hvítum grunni er
minnir á sakleysi. Hægra megin efst uppi í ótryggum stiga, á gráa svæð-
inu, er Askur og hlutföllin milli bræðranna eru athyglisverð. Litli bróð-
ir birtist í forgrunni mun stærri en Askur stóri bróðir, sem er í fjarska.
Á bak við Ask eru bylgjandi bláar línur er minna á flæðandi vatn eða
tilfinningaflóð Asks. Askur er búinn að klifra upp í stiga til að vera
hærra uppi, ná yfir sjóndeildarhringinn eða einfaldlega til að finnast
hann í raun vera stóri bróðir. Líf hans hefur breyst, sjálfsmynd hans