Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 36
K r i s t í n R a g n a G u n n a r s d ó t t i r
36 TMM 2006 · 4
skekkst og hann veit ekki hvar hann stendur. Samspil myndar og texta
kemur þessu vel til skila en á þann hátt að lesandinn þarf að vera virkur
þátttakandi í að skapa merkingu sögunnar.
„Úlfurinn í skóginum“ (mynd 8)
Neðst á síðunni skríður úlfurinn lymskulega milli trjánna í skóginum.
Þau reynast er betur er að gáð vera verkfæri og úlfmaðurinn heldur á
borvél líkt og byssu. Textatengsl er hugtak sem er notað um það þegar
einn texti kallast á við annan. Það eru mörg dæmi þess í bókinni, bæði
á sviði textans og sviði myndanna. Gert er ráð fyrir að lesandinn þekki
ævintýrið um Rauðhettu og kannist við þá hættu sem steðjar að aðal-
persónunni þar.
Hér er úlfurinn í skóginum mættur til að gera við stofuofninn heima
hjá Aski. Fyrstu viðbrögð Asks eru að flýja en svo áttar hann sig á því
að: „Varúlfurinn getur alveg tekið upp á því að éta mömmu í staðinn
fyrir ömmu, því ævintýrin eru alltaf að breytast.“ Eitt ævintýri fléttast
saman við annað. Það er snúið uppá þekkt ævintýraminni og samspil
texta og myndmáls birtir okkur ótta Asks og áhyggjur á einstaklega
kraftmikinn hátt.
„Hans og Gréta“ (mynd 9)
Á næstu opnu er haldið áfram á vit ævintýranna eins og titillinn „Hans
og Gréta“ gefur til kynna. Sjóndeildarhringurinn er að leysast upp í bak-
grunni, ástandið er ótryggt. Sælgæti sem myndar skóg er að takast á loft
og tvö börn, hugsanlega Askur og Margrét Þórhildur, stelpan á fyrstu
hæðinni, líta forviða í kringum sig á risavaxnar freistingar. Í forgrunni
stendur bograndi kona í dyragætt og býður einhverjum sem stendur
utan við síðuna sleikipinna. Hún er með aðra höndina fyrir aftan bak
eins og úlfmaðurinn í myndinni „Blokkin mín“ (mynd 1) og er dökk-
klædd eins og hann. Það kemur fram í textanum að hún er að bjóða Aski
og vinkonu hans sleikjó. Við sjáum þau ekki, þau eru enn utan seilingar
og það skapar meiri spennu.
Dyrnar að baki kerlingunni eru opnar að hluta og fyrir innan er
myrkur. Þær vekja tilfinningu fyrir hættu og óvissu líkt og í ævintýrinu
„Hans og Gréta“. Það kallast á við kenningar Moebius um notkun hliða
og dyra. Hann segir þessi atriði iðulega táknræn fyrir þroska persón-
anna. Þær standi á þröskuldi sem þær þurfi að yfirstíga. Askur bregst
við boði nágrannakonunnar með því að draga Margréti Þórhildi upp