Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 38
K r i s t í n R a g n a G u n n a r s d ó t t i r
38 TMM 2006 · 4
myndefnis á blaðsíðu hefur táknræna merkingu og myndirnar bæta við
textann.
Lesendum er látið eftir að skapa heildstæða merkingu verksins. Askur
nýtir ímyndunarafl sitt til að bregða ljóma ævintýrisins yfir atburði sög-
unnar og það birtist okkur í myndunum. Mörk raunveruleika, ímynd-
unar og skáldskapar renna saman á eftirminnilegan hátt. Textatengsl
setja sterkan svip á verkið bæði á sviði textans og sviði myndanna og
vísað er í norræna goðafræði, Línu langsokk og vel þekkt ævintýri. Það
er því gert ráð fyrir virkri þátttöku lesandans og ýtt undir að hann rýni
í myndirnar með óvæntum smáatriðum.
Bæði texti og myndir eru opin og eyður eru skildar eftir til að lesand-
inn túlki sjálfur og dragi ályktanir af því sem sagt er og því sem birtist
í myndunum. Hann hjálpar til við að skapa merkingu verksins. Engill í
vesturbænum er því gott dæmi um það hvernig hægt er að takast á við
form myndabókarinnar af metnaði og dirfsku til að skapa einstakt
listaverk.
Tilvísanir
1 Ragna Sigurðardóttir, „Rissa heillar og gleður“, Morgunblaðið 6.12. 2005, blað B,
bls. 4.
2 Úlfhildur Dagsdóttir, „Það gefur auga leið: Sjónmenning, áhorf, ímyndir“, Ritið
1/2005, bls. 55.
3 Roland Barthes, „Retórík myndarinnar“, Ritið 1/2005, þýð. Ragnheiður Ármanns-
dóttir, bls. 147–164.
4 Sonia Landes, „Picture books as literature“, Children’s Literature Association
Quarterly, 10/2 (sumar 1985), bls. 51.
5 William Moebius, „Introduction to Picturebook Codes“, Word & Image 2/2
(apríl–júní 1986), bls. 141–158.
6 Margrét Tryggvadóttir skrifar um lykla Moebius í grein sinni „Setið í kjöltunni“
og greinir bókina Axlabönd og bláberjasaft, eftir Sigrúnu Eldjárn út frá þeim. Jón
Yngvi Jóhannsson rýnir í Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson í grein
sinni „Í ævintýraskóginum“ og styðst hann einnig við greiningarlykla Moebius.
Báðar þessar greinar má finna í Raddir barnabókanna, ritstj. Silja Aðalsteins-
dóttir (Reykjavík: Mál og menning, 1999).
7 Moebius, „Introduction to Picturebook Codes“, bls. 146.
8 Jón Yngvi Jóhannsson, „Í ævintýraskóginum: Um textatengsl í Skilaboðaskjóð-
unni“, bls. 150.