Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 41
TMM 2006 · 4 41
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir
Vísnabókin sextug
Lítill drengur í náttfötum krýpur í rúminu sínu og horfir út um
gluggann með hönd undir kinn. Við horfum hugfangin saman til hafs.
Það merlar á hafflötinn af skörðum mána undir lítilli duggu. „Svanir
fljúga hratt til heiða“ og hvít fiðrildi fljúga og leika sér fyrir utan
gluggann.
Þetta er mynd Halldórs Péturssonar með vísu Sveinbjarnar Egils-
sonar ‚Fljúga hvítu fiðrildin‘ í Vísnabókinni, uppáhaldsmyndin mín í
þeirri ástsælu bók og ein af heilsíðu litmyndunum sem prýða bókina.
Og nú er Vísnabókin orðin sextug, kom út í fyrsta sinn árið 1946. Vís-
urnar í bókina valdi Símon Jóh. Ágústsson sálfræðingur (1904–1976)
en Halldór Pétursson (1916–1977) gerði myndirnar. Bókin náði strax
miklum vinsældum og var endurútgefin tveimur árum síðar. Alls
hefur hún nú komið út ellefu sinnum, talsvert aukin og endurbætt frá
fyrstu gerð, en í nær óbreyttri mynd síðan 1983 og ekki hefur verið
hróflað við vísunum í bókinni síðan 1973. Afmælisins er nú mynd-
arlega minnst með ljósprentaðri útgáfu sem er nákvæm eftirmynd
frumútgáfunnar. Ekkert lát virðist á vinsældum bókarinnar og að
sögn útgefanda selst hún í um eitt þúsund eintökum á ári. Vísnabókin
er mikið keypt til gjafa, meðal annars sængur- og skírnargjafa, og ber
vott um að gefendur eigi góðar minningar um bókina og telji hana enn
eiga erindi við lítil börn.
Vísnabækur fyrir börn 1930–1946
Engin barnabók þar sem saman fara vinsælar barnagælur, bæði þjóð-
vísur og kvæði eftir þekkta höfunda og myndskreytt að auki, hafði
komið út á Íslandi þegar Vísnabókin leit dagsins ljós. Árið 1942 gaf
Einar Ólafur Sveinsson út þjóðkvæði og stef í bókinni Fagrar heyrði ég
raddirnar með nokkrum teikningum eftir Gunnlaug Scheving. Efni