Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 42
A n n a Þ o r b j ö r g I n g ó l f s d ó t t i r
42 TMM 2006 · 4
bókarinnar er fjölbreytt og þótt þar sé að finna kafla með barnagælum
er þetta ekki barnabók. Ófeigur J. Ófeigsson læknir gaf út þjóðvísur og
þulur fyrir börn í bókinni Raula ég við rokkinn minn með teikningum
eftir sjálfan sig árið 1945. En letrið á annars mörgum ágætum vísum og
þulum, svo og dökkt yfirbragð myndanna, gerir bókina ekki mjög
aðgengilega fyrir börn.
Á árunum 1930–1932 voru gefin út söngvahefti til notkunar í grunn-
skólum, Skólasöngvar I–III, og má ætla að öll grunnskólabörn hafi haft
aðgang að þeim. Þar er að finna blandað efni, íslenskt og þýtt, frá ein-
földum barnagælum til sálma og ættjarðarsöngva. Allir textarnir eru
með nótum og útsettir fyrir þrjár til fjórar raddir, enda ætlaðir til söngs
öðru fremur (Aðalsteinn Eiríksson, Friðrik Bjarnason, Páll Ísólfsson og
Þórður Kristleifsson). Það vekur athygli hve þyngri kveðskapur á borð
við sálma og ættjarðarljóð er fyrirferðarmikill í heftunum, en þar eru þó
sígild barnaljóð á borð við ‚Það búa litlir dvergar‘, ‚Hann Tumi fer á
fætur‘, ‚Siggi var úti‘ og ‚Ríðum heim til Hóla‘.
En þegar Vísnabókin kom út hafði undanfarinn einn og hálfan áratug
verið blómlegt skeið í útgáfu ljóðabóka fyrir börn með frumsömdu efni.
Meðal þeirra helstu má nefna ljóðabókina Sólskin (1930) eftir Sigurð Júl.
Jóhannesson, þrjár bækur eftir Jóhannes úr Kötlum; Jólin koma (1932),
Ömmusögur (1933) og Bakkabræður (1941), einnig þrjár bækur eftir
Stefán Jónsson; Sagan af Gutta og sjö önnur ljóð (1938), Hjónin á Hofi
(1940) og Það er gaman að syngja (1942), og bók Kára Tryggvasonar
Fuglinn fljúgandi (1943). Mörg ljóðanna í þessum bókum, sérstaklega
þeirra Jóhannesar og Stefáns, nutu strax mikilla vinsælda og hafa bækur
þeirra verið endurútgefnar margsinnis fram á þennan dag.
Vísnabókin 1946
Um tilurð Vísnabókarinnar verður nú ekkert fullyrt með vissu en Bald-
ur Símonarson,1 sonur Símonar Jóh. Ágústssonar, skrifaði grein um
bókina árið 1993 og nefnir þar að hugsanleg kveikja að útgáfu bókarinn-
ar hafi verið The Tall Book of Mother Goose, myndskreytt af Feodor
Rojankovsky,2 sem Hákon bróðir hans hafði heim með sér frá Banda-
ríkjunum 1943. Baldri finnst líklegt að faðir hans hafi talið þörf á
vísnabók með líku sniði handa íslenskum börnum. Annars staðar á
Norðurlöndum höfðu um langt skeið verið til vísnabækur fyrir börn
með gömlum þjóðvísum. Útgefandi Vísnabókarinnar var vinur og
skólabróðir Símonar, Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður sem rak
bókaforlagið Hlaðbúð um tveggja áratuga skeið. Baldur segir Ragnar