Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 43
V í s n a b ó k i n s e x t u g
TMM 2006 · 4 43
hafa verið vandlátan og smekkvísan og ber fyrsta útgáfa Vísnabókarinn-
ar þess glöggt vitni að mikið var í hana lagt.
Kápa þessarar fyrstu útgáfu Vísnabókarinnar er ljósdrapplit og bund-
in í sterkan pappa, en þó mun bókin einnig hafa verið til óbundin (Bald-
ur Símonarson 1993). Framan á bókinni er mynd af móður að lesa fyrir
tvö börn, dreng og stúlku sem hjúfra sig upp að henni. Þetta er falleg
svarthvít teikning, en með rauðum lit sumstaðar. Svartur bogadreginn
grunnur er utan með myndinni. Titill bókarinnar er ritaður með rauð-
um upphafsstöfum fyrir ofan myndina, einnig bogadreginn. Á bakhlið
kápunnar er teikning af litlum dreng með bangsa í fanginu, svarthvít
nema drengurinn er í rauðum stuttermabol og rauðum sokkum. Saur-
blöð eru auð, en á titilsíðu er teikning af dreng sem situr við skriftir.
Í bókinni eru 113 ljóð eða titlar; þjóðvísur, þulur, gátur og orðagaman,
svo og vísur og kvæði eftir nafngreinda höfunda. Símon Jóh. Ágústsson
var áhugasamur um þjóðlegan kveðskap og ekki að efa að hann hefur
kunnað sjálfur talsvert af því efni sem hann birtir í bókinni. Margar af
barnagælunum voru líka um langan aldur með því fyrsta sem farið var
með fyrir börn og þau lærðu, til dæmis ‚Bí, bí og blaka‘ og ‚Klappa
saman lófunum‘. Auk þess leitaði Símon fanga í safninu Íslenzkar gátur,
skemmtanir, vikivakar og þulur, sem kennt er við Ólaf Davíðsson, og
áðurnefndri bók Einars Ólafs, Fagrar heyrði ég raddirnar.
Af kveðskap Vísnabókarinnar er fimmtíu titla að finna í Íslenzkar
gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. Mest er úr þulunum, enda eru
barnagælur flestar þar. Má þar nefna ‚Gekk ég upp á hólinn‘, ‚Sól skín á
fossa‘ og ‚Tunglið, tunglið taktu mig‘. Einnig eru nokkrar gátur eins og
‚Hver er sá veggur víður og hár‘ og orðagaman á borð við ‚Fagur fiskur
í sjó‘ og ‚Horfumst við í augu sem grámyglur tvær‘. Sumt er orðrétt en
þó fleira með tilbrigðum, enda hefur fólk kunnað vísurnar og þulurnar
í misjöfnum búningi. Sum tilbrigðin eru enda neðanmáls hjá Ólafi og
má víða sjá þau í vísum Vísnabókarinnar. Ekki er gott að dæma um
hvort Símon hefur valið úr tilbrigðunum eftir smekk sínum, eða hvort
hann hefur einfaldlega kunnað vísurnar sjálfur í þeirri mynd sem hann
birtir þær.
Af þessum umræddu fimmtíu titlum Vísnabókarinnar sem eru í
Íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur er þrjátíu og sjö þeirra
einnig að finna í Fagrar heyrði ég raddirnar. Með því að bera þær vísur
saman, sem eru í öllum þremur bókum, má í flestum tilfellum sjá mis-
munandi orðalag. Óþarfi er að elta ólar við mismunandi tilbrigði vísn-
anna; þau skipta sjaldnast máli þótt flestir hafi eflaust skoðun á því
hvert tilbrigðið þeim hugnast best. Sex titlar að auki eru hinir sömu í