Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 45
V í s n a b ó k i n s e x t u g
TMM 2006 · 4 45
eða mönnum yfirleitt. Með þessu móti geta börn notið miklu fjölbreyttari
skáldskapargilda en ef þau byggju eingöngu að barnaljóðunum. (Bls. 74)
Í sömu heimild kemur líka fram að Símon telur margt samtímaefni
úreldast fljótt og að það taki mannkynið langan tíma að sannreyna gildi
góðra bókmennta. Hann leggur því mikla áherslu á sígilt efni fyrir börn,
bæði íslenskt og þýtt. Það getur skýrt hve lítið er af nýlegum kveðskap í
Vísnabókinni, hann hefur ef til vill viljað láta þetta nýja efni sanna sig
áður en það kæmi í úrvali íslenskra barnaljóða. Svo er auðvitað hugsan-
legt að Símoni hafi fundist nýlegt kvæðaefni fyrir börn nógu aðgengilegt
í útgefnum bókum höfundanna.
Það er óhætt að fullyrða að Símon hefur verið naskur að velja sígilt
efni við hæfi barna í Vísnabókina. Það sést vel þegar blaðað er í gegnum
safnið Íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur og skoðað hvað
hann velur úr því. Hann velur tiltölulega auðskiljanlegar gátur með
ráðningum á fyrirbærum sem börn þekkja, skemmtilegt orðagaman og
nokkrar skrítnar og skemmtilegar vísur, til dæmis eina öfugmælasvísu;
‚Séð hef ég köttinn syngja á bók‘. Efnið í barnagælunum er fyrst og
fremst börn og samskipti þeirra við foreldra og dýr. Margar vísurnar eru
um dýr, mest fugla, en líka kýr, hesta, lömb, ketti og hunda. Sama á við
um ljóð eftir nafngreinda höfunda, börn og dýr eru þar áberandi yrkis-
efni. Grýla og hennar hyski eiga líka sinn stað í bókinni. Þó fer ekki hjá
því að margt efni bókarinnar á uppruna sinn og sækir tilvísanir í gamla
sveitasamfélagið og umhverfi þess og myndirnar undirstrika það kirfi-
lega.
Myndirnar
Í bókinni eru 45 myndir, ein mynd á hverri opnu bókarinnar. Mynd-
irnar eru allar á vinstri síðu og vísurnar á þeirri hægri. Undantekningar
frá þessu er fyrsta síða bókarinnar þar sem mynd og vísa eru á sömu
síðu svo og við upphaf lokakvæðis. Um er að ræða sömu myndina og á
hún við vísuna ‚Sofðu unga ástin mín‘, teikning sem sýnir móður með
barn í fangi og gullastokk í hendi, en úti fyrir grætur regnið á glugg-
anum sem er í bakgrunni. Þessi sama mynd er svo í upphafi ‚Heilræða‘
Hallgríms Péturssonar. Í lok þess kvæðis er mynd af dreng sem krýpur
við rúmstokk og biður og við hlið hans er hundur.
Í bókinni eru tólf heilsíðu litmyndir og auka þær gildi bókarinnar til
mikilla muna. Á þessum tíma höfðu aðeins örfáar íslenskar barnabækur
með litmyndum komið út. Þeirra helst er bókin Dimmalimm eftir Mugg