Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 48
A n n a Þ o r b j ö r g I n g ó l f s d ó t t i r
48 TMM 2006 · 4
unda. Vísur voru fluttar til á síðum eða milli síðna, ekki alltaf til bóta.
Myndefni breyttist nokkuð. Ein opna var felld niður og í staðinn kom
opna með kvæðinu ‚Sofa urtubörn á útskerjum‘, en kvæðið hafði verið
án mynda í tveimur fyrri útgáfum. Skipt var um mynd með ‚Sofðu unga
ástin mín‘ og þykir mér nýja myndin heldur síðri og meira gamaldags en
sú fyrri. En það er komin ný og mjög eftirminnileg mynd með kvæðinu
‚Krumminn á skjánum‘ og myndin með gátunni ‚Hvernig flutt var yfir
á‘ var leiðrétt. Nú er aðeins lambið um borð í bátnum með bónda og er
þessi mynd miklu betri en sú fyrri. Ný og betri mynd er einnig með
kvæðinu ‚Jólasveinar einn og átta‘.
Sáralitlar breytingar urðu með fjórðu útgáfu bókarinnar árið 1963.
Kápan er eins og á þriðju útgáfu og myndirnar allar hinar sömu. Fjórar
nýjar vísur bættust við án þess að bókin lengdist, en tvær vísur voru
felldar burt. Meðal þess sem bættist við er ‚Blessuð sólin elskar allt‘ eftir
Hannes Hafstein og ‚Hér fer Grýla í garð ofan‘. Vísurnar gegnt titilsíðu
og lokasíðu hafa verið felldar burt.
Með fimmtu útgáfu Vísnabókarinnar árið 1973 urðu miklar breyt-
ingar á bókinni, en þá var Valdimar Jóhannsson í Iðunni tekinn við
Hlaðbúð. Kápan er nú gjörbreytt og bókin talsvert aukin að efni. Baldur
Símonarson segir í sinni grein (1993) að Ragnar Jónsson hafi verið
íhaldssamur um útlit og innihald bókarinnar, en Valdimar hafi verið
hlynntur breytingum. Kápan er orðin appelsínugul í grunninn og blár
rammi utan með. Móðirin með börnin er horfin. Í staðinn er á neðri
hluta framkápu smækkuð mynd af myndinni á innkápu og áður er lýst
í tengslum við þriðju útgáfu bókarinnar árið 1955. Efri hluti kápunnar
er hvítur og þar er tititllinn með stórum appelsínugulum stöfum og
skipt milli lína, en boginn er horfinn. Sama mynd og á framkápu er
einnig á efri hluta bakkápu í bláum ramma, en undir henni er mynd af
Grýlu, líka í bláum ramma og annar rammi með upplýsingatexta. Þar
kemur fram að bókin hafi nú verið prentuð í meira en þrjátíu þúsund
eintökum. Titilsíða er óbreytt og vísan gegnt henni er komin aftur og
vísan á lokasíðunni einnig, en nú aftan á saurblaði aftast í bókinni. Letr-
ið á þessum vísum er í sama lit og liturinn á myndinni á innkápu og
hefur það verið þannig síðan. Pappírinn er hvítari en fyrr.
En mesta breytingin á bókinni er sú að við bættust fleiri vísur og níu
nýjar opnur, en örfáar vísur voru felldar burt. Bókin varð nú 110 síður,
alls 160 titlar. Viðbæturnar voru mest kvæði eftir þekkt skáld, sum
þálifandi. Nú eru í bókinni 68 vísur eða kvæði eftir 43 nafngreinda höf-
unda. Og þannig hefur það verið allar götur síðan. Dæmi um ný kvæði
eru ‚Hann Tumi fer á fætur‘ eftir Freystein Gunnarsson, ‚Fyrr var oft í