Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Qupperneq 49
V í s n a b ó k i n s e x t u g
TMM 2006 · 4 49
koti kátt‘ eftir Þorstein Erlingsson og ein af mínum uppáhaldsvísum
‚Göngum, göngum, göngum upp í gilið‘ eftir Þórð Kristleifsson. Með
fylgdu nýjar svarthvítar myndir. Ný mynd er komin með gátunni ‚Hver
er sá veggur víður og hár‘. Í stað myndarinnar með vísunni ‚Þessar
klappir þekkti ég fyrr‘, sem verið hafði í bókinni frá upphafi, er komin
mynd með nýrri vísu, ‚Ása gekk um stræti‘. Hundurinn, sem verið hafði
við hlið drengsins að biðja í lok Heilræðavísnanna, er nú horfinn.
Árin 1976 og 1977 komu út tvær hljómplötur með lögum við texta úr
Vísnabókinni, sem báru titlana Einu sinni var og Út um græna grundu.
Þar útsetur Gunnar Þórðarson nokkur gömul lög við kvæði bókarinnar,
auk frumsaminna laga þeirra Gunnars og Björgvins Halldórssonar.
Plöturnar urðu gríðarlega vinsælar og er ekki að efa að þær hafa aukið
sölu bókarinnar, enda kom hún út í sjötta sinn árið 1977, aðeins fjórum
árum á eftir fimmtu útgáfu.
Framkápa sjöttu útgáfu er eins og á fimmtu útgáfu. Hið sama á við
um efri hluta bakkápunnar, en komin er ný mynd af Grýlu í rammann
á neðri hlutanum og þar eru nú auglýsingar á áðurnefndum hljómplöt-
um í stað upplýsingatexta. En það sem fyrst fangar augað er að nú hafa
verið gerðar miklar breytingar á myndum bókarinnar. Búið er að skipta
um margar myndir og breyta litunum á sumum. Litmyndirnar tólf, sem
höfðu verið óbreyttar frá fyrstu útgáfu, voru nú ýmist horfnar eða með
nýjum lit. Fjórar þeirra hafa vikið fyrir nýjum myndum (með ‚Fljúga
hvítu fiðrildin‘, ‚Skugginn‘, ‚Grýla reið með garði‘ og ‚Runki fór í rétt-
irnar‘) og í hinum átta stendur aðeins eftir svarthvít teikning þar sem
áður hafði verið litur, þó myndin væri að öðru leyti óbreytt. Skipt var
einnig um sex aðrar myndir við vísur. Nokkrar myndirnar eru litaðar
eða skyggðar með vaxlit, einn litur í hverri mynd, ósköp dauflegt miðað
við fyrri myndir. Róttækasta breytingin er á Grýlu, sem er nú komin
með hala og öll herfilegri þó í grunninn sé þetta sama myndin. Aðeins
einn litur er í myndinni, rauður, og eykur það á óhugnaðinn og dýrslegt
yfirbragðið. Það eru mýkri línur í sumum nýjum myndum Halldórs og
meira líf í þeim, sérstaklega dýra- og mannamyndunum. Pabbinn sem
bíar og svæfir börnin í ‚Sofa urtubörn á útskerjum‘ er nú kominn með
síðara hár í takt við breytta tísku. Og pabbi hans Steina í vísunni ‚Pabbi,
pabbi minn/ pabbi segir hann Steini‘ er líka vel hærður, þótt hann sé á
sauðskinnsskóm. Þetta er ný mynd í bókinni og sérlega yndisleg, en ekki
hafði áður verið mynd með þessari vísu. Hins vegar var tekin út mynd-
in með kvæðinu ‚Nú blánar yfir berjamó‘, enda er það á sömu síðu og
vísan um pabba og Steina og ekki pláss fyrir þær báðar.
Engar breytingar voru gerðar á kveðskap bókarinnar, eða uppsetn-