Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 54
A n n a Þ o r b j ö r g I n g ó l f s d ó t t i r
54 TMM 2006 · 4
Heimildir
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. 2004. Er hún gamla Grýla dauð? Ímynd Grýlu í
barnabókum. Hrafnaþing 1:7–19.
Baldur Símonarson. 1993. Vísnabókin. Orðaforði heyjaður Guðrúnu Kvaran 21. júlí
1993, bls. 18–21.
Einar Ól. Sveinsson. 1946. Vísnabókin. Skírnir 120: 233–234. [Ritfregnir]
Jakob Benediktsson. 1946. Vísnabókin. Tímarit Máls og menningar 7, 3:320.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2005. Bragfræði og málþroski. Hrafnaþing 2:53–64.
Símon Jóh. Ágústsson. 1963. Börn og bækur. Skírnir 137: 59–82.
Tilvísanir
1 Ég vil þakka Baldri Símonarsyni fyrir góðar ábendingar og yfirlestur.
2 Bókin kom út á íslensku árið 1970 með titlinum Vísnabók Æskunnar í þýðingu
Kristjáns frá Djúpalæk og aftur 1999 og heitir þá Vísnabók barnanna. Gæsa-
mömmubók, nú endurort af Böðvari Guðmundssyni.
3 Í vísunni ‚Ló, ló mín Lappa/ sára ber þú tappa/ það veldur því að konurnar/ kunna
þér ekki að klappa‘ – endurtekur Símon þó fyrstu hendinguna í lok vísunnar, en
það er hvorki gert í Fagrar heyrði ég raddirnar né í þjóðsögunni sem vísan er úr
og finna má í safni Jóns Árnasonar Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I.
4 Höfund vantar í þessari fyrstu útgáfu við fimm vísur og tilgreindir eru rangir
höfundar við þrjár aðrar vísur.
5 Ekki er hér um vísindalega könnun að ræða. Viðmælendur mínir, sem ég vísa
hér til, eru auk fjölskyldu, vina og vinnufélaga, nemendur mínir til margra ára í
námskeiðinu Barnabókmenntir á leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands.
6 Þegar taldar eru upp útgáfur bókarinnar innan á titilsíðu í útgáfunum frá 1999
og 2004 hefur fallið niður útgáfan frá 1995 og því aðeins taldar upp tíu útgáfur
bókarinnar. Erfitt getur verið að henda reiður á hvað er útgáfa og hvað er prentun
þegar bókin er gefin út svona oft og lítið sem ekkert breytt eins og raunin er frá
1983. Afmælisútgáfan verður í þessu samhengi að teljast tólfta útgáfa Vísnabók-
arinnar.