Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 61
S a m v i s k a n
TMM 2006 · 4 61
Ana María Matute (fædd í Barcelona 1926) er einn fremsti rithöfunda Spánverja
sem komu fram á sjónarsviðið eftir spænsku borgarastyrjöldina. Hún hefur
skrifað margar skáldsögur og smásögur, bæði fyrir fullorðna og börn. Meðal
verka hennar má nefna skáldsögurnar Los Abel (Abelfjölskyldan, 1948), Fiesta
al noroeste (Hátíðahöld í norðvestri, 1953), El río (Fljótið, 1973), Olvidado rey
Gudú (Gudú, kóngurinn gleymdi, 1996) og smásagnasöfnin Los niños ton-
tos (Kjánaprikin, 1956), Historias de la Artámila (Sögur frá Artámila, 1961)
og Algunos muchachos (Nokkrir drengir, 1968). Hún hefur unnið til fjölda
verðlauna, m.a. Café Gijón (1952), Planeta (1954), La Crítica (1958), Nacional de
Literatura (1959), Nadal (1959) og barnabókaverðlaunanna Nacional (1984).
Bækur hennar lýsa oft hráum veruleika sveitalífsins þar sem líta má lífið í
hnotskurn, oft frá sjónarhóli barna eða þeirra sem minna mega sín. Þess má geta
að hún er ein þriggja kvenna sem eiga sæti í Konunglegu spænsku akademíunni.
Sagan sem hér birtist er úr smásagnasafninu Historias de la Artámila.