Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 65
Dá l í t i ð f u l l k o m i ð e n u m l e i ð ó d ý r t
TMM 2006 · 4 65
ing og Luðvig Guðmundsson skólastjóra. Og svo stúdentana Ragnar
Jóhannesson, Karl Strand, Svein Bergsveinsson og Óskar Magnússon
(nemur dýrafræði í Höfn). Auk margra þeirra ágætis manna sem rituðu í
„Rauða penna.“ Þessu tímariti, ef úr yrði, væri ekki ætlað að fara inn á
starfssvið „Réttar“ eða „Sovétvinarins“. Um formið og stærðina er það að
segja, að við hefðum t.d. Skírnis eða Fornritaútgáfustærð. Heftin yrðu 3–4
og kæmu út haust, vetur og vor, blaðsíðutal 350–450 síður yfir árið (annað
mál hvað framkvæmdin leyfði). Til gamans höfum við athugað ögn um
útbreiðslu „Skírnis“ aðal og elsta menntarits vors. Það eru ca 13 hundruð
félagsmenn („kaupendur“), allt að 1/3 eru í Reykjavík, tómir burgeisar og
menntamenn. Bændanöfn sjást vart á skránni hvað þá heldur verkamanna.
Þannig er þá starfi þessa aðal menntafélags vors farið.
Við göngum þess ekki duldir að þetta þyrfti sinn tíma til undirbúnings
ef úr því gæti nokkuð orðið. Fyrst þyrfti að tryggja starfskrafta og stuðn-
ingsmenn og vita nokkuð um undirtektir. Því næst að athuga stærð, stefnu
og verð. Skrifa áskorun til félaga (við mundum reyna að útbreiða það ögn
hér í grenndinni). Reyna að fá ötula útsölumenn, helst í öllum sveitum
landsins. Biðjum við svo forláts á öllum prent og rökvillum.
Með kærri kveðju og bestu óskum og þökk fyrir það sem þér hafið þegar
lagt til menningarmála vorra.
Einnig kær kveðja og þökk til skáldsins ef þér talið um þessi mál við hann.
Valdimar Guðjónsson
Kristfinnur Guðjónsson Þórður Valdemarsson
Haraldur Gunnlaugsson Þorst. Þorsteinsson.
Hér verður aðeins fátt eitt talið af því sem vert er að gefa gaum í þessu merkilega
bréfi.
Í fyrsta lagi er það staðfesting á því, að ekki er ýkja langt á milli verkafólks og
menntamanna á þessum löngu liðnu krepputímum. Bréfriturum finnst sjálfsagt að
snúa sér til Kristins E. Andréssonar og Halldórs Laxness og þeir gera ráð fyrir því
að margir enn óþekktir menn vilji koma að nýju tímariti og eflast að ritþroska við
að skrifa fyrir alþýðu manna. Þeir eru hvergi feimnir við að taka frumkvæði og
leggja fram nokkuð ítarleg drög að því tímariti sem þeir vilja að út komi.
Í öðru lagi er fróðlegt að skoða hver er munur á því tímariti sem fimm „verka-
mannakarlar“ á Akureyri hafa í huga og þeim hugmyndum sem róttækir menn á
borð við Kristin E. Andrésson gerðu sér þá um bókafélag fyrir alþýðu. Hann virð-
ist þó nokkur þótt ýmislegt sé sameiginlegt í viðhorfum og viðleitni. Bréfritarar
vilja ódýrar bækur sem kjarabót en – eins og Kristinn segir síðar frá – stofnendur
Máls og menningar „gengu ekki með neinn fátæktarkomplex. Með útgáfu á ódýr-
um bókum vildum við brjóta niður múrinn milli skálda og alþýðu, ekki í neinu
samúðarskyni við almenning heldur til að vekja hann af svefni […] Við ætluðum
að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum hugmyndum, nýjum þjóðfélagshátt-