Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 68
68 TMM 2006 · 4
Jón Yngvi Jóhannsson
Heima hjá mömmu
Vangaveltur um frásagnarfræði og
gagnrýni í Roklandi og 101 Reykjavík
Af einhverjum einkennilegum ástæðum virðist vera útbreitt í íslenskum
bókmenntaheimi að taka Hallgrím Helgason ekki alvarlega. Líkt og
stundum hendir með stílfima höfunda og fyndna er sífellt talað um
orðaleiki hans og húmor en sjaldnar um það erindi sem bækur hans eiga
við lesandann, annað en að skemmta honum. Í ritdómi um skáldsöguna
Rokland (Mál og menning, 2005) sem birtist skömmu eftir útkomu bók-
arinnar segir þannig:
Eftir óformlega könnun kom í ljós að lesendur Hallgríms skiptast í tvo hópa;
annar hópurinn hlær hátt og lengi að orðaleikjabröndurunum og allri nýyrða-
smíðinni og stuðlunum, hinum hópnum þykir nóg um.1
Ég tel sjálfan mig í þriðja hópnum og ég held (og vona) að hann sé stærri
en niðurstöðurnar úr könnuninni gefa til kynna. Þótt ég játi að hafa hleg-
ið bæði hátt og lengi að bókum Hallgríms Helgasonar einskorðast hæfi-
leikar hans sem skáldsagnahöfundar langt í frá við skopfærslu eða stílfimi.
Hann er flestum höfundum fremri í skáldsagnagerð, persónusköpun og
þeirri heimssmíð sem raunsæisskáldsagan útheimtir. Hvergi birtist þetta
betur en í Höfundi Íslands (2001) þar sem Hallgrímur smíðar fullburða
raunsæisskáldsögu til að þjóna sjálfssögunni og þeim frjóu vangaveltum
um tengsl texta, veruleika og bókmenntasögu sem bera bókina uppi.
Það sem vekur þó fyrst og fremst áhuga minn á verkum Hallgríms er
glíma hans við samtímann og möguleika skáldsögunnar til að taka til
máls um hann. Nýjasta skáldsaga Hallgríms, Rokland, er enn eitt
dæmið um þetta, en það er ekki nóg með að í þeirri sögu birtist bein-
skeytt gagnrýni á íslenskt samfélag anno 2005. Rokland fjallar líka um
vanda þess að koma slíkri gagnrýni á framfæri, hún fjallar um spámann
sem hefur ýmislegt til síns máls en enginn hlustar á. Hún fjallar um
þann vanda að gagnrýni þarf að finna sér stað innan þess samfélags sem