Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 69
H e i m a h j á m ö m m u
TMM 2006 · 4 69
hún fæst við til að tekið sé mark á henni, og á endanum fjallar sagan
kannski um það hversu vonlaus slík gagnrýni er.
Sögumenn samtímans2
Samfélagsgagnrýni Hallgríms Helgasonar í Roklandi og öðrum skáld-
sögum er ekki einhlít eða einföld líkt og til dæmis í pistlum hans og
blaðagreinum. Hún er sett fram í formi skáldsagna og því er það ekki
Hallgrímur sjálfur sem hefur orðið heldur sögumenn sem geta líkt og
skáldsagnalesendur vita verið viðsjárverðir og langt í frá alltaf trúverð-
ugir eða sammála höfundi sínum.
Til að öðlast skilning á skáldsögum Hallgríms Helgasonar og afstöðu
þeirra til samtímans held ég að okkur sé nauðsynlegt að huga að sögu-
mönnum sagnanna, þessum aðalpersónum allra skáldsagna sem stund-
um eru lítt sýnilegar en skipta þó öllu máli. Áður en ég kem að Roklandi
er rétt að segja nokkur orð um 101 Reykjavík (1996) sem að mörgu leyti
er náskyld Roklandi.
Eitt af megineinkennum Hallgríms sem skáldsagnahöfundar og það
sem gerir að verkum að erfitt er annað en að kalla hann póstmódern-
ískan höfund, þrátt fyrir alla rómantíkina og móralinn, er að skáldsögur
hans eru allar endurvinnsla eldri bókmenntaforma. Þetta á við um
söguþráð sumra þeirra að einhverju marki en líka frásagnaraðferð og
stöðu sögumannsins. Eins og Kristján B. Jónasson hefur bent á er þetta
eitt af megineinkennum Þetta er allt að koma (1994). Þar situr sögumað-
ur í hásæti smíðuðu af skáldsagnahöfundum nítjándu aldar og sat-
íruhöfundum þeirrar átjándu. Samtíminn og saga síðustu áratuga er
dregin sundur og saman í háði án þess að sögumaður efist nokkurn
tíma um sjálfan sig eða forsendur gagnrýninnar.3
101 Reykjavík er að þessu leyti flóknari bók. Þótt þar sé sagan af Ham-
let Danaprins, og sá farangur sálfræðilegra túlkana sem sagan hefur hengt
á hana, einhvers konar uppistaða, er miklu dýpra á gagnrýninni, jafnvel
svo að hægt hefur verið að lesa algerlega framhjá henni. 101 Reykjavík er
titill sem hefur öðlast sjálfstætt líf. Hann er orðinn samheiti yfir hóp af
fólki, raunverulegan eða ímyndaðan, viðmið í pólitískum deilum um
virkjanamál, byggðamál og menningarmál, jafnframt því sem hann vísar
í hugum margra til hinnar nýju og „heitu“ Reykjavíkur. Sá sem villtist inn
á Kaffibarinn einhvern tíma í kringum aldamótin að sumarlagi gat til
dæmis átt von á að hitta þar fyrir opinmynnt ungmenni með bakpoka og
eintak af þýðingu á bókinni undir hendinni, líkt og Hallgrímur hefði
tekið þar við því hlutverki sem Kerouac gegndi fyrir hippana.