Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 72
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
72 TMM 2006 · 4
eftir Wagner, eina af hetjum Bödda. Vélráð kvenna, bróðurmorð og von-
laus barátta við óvættir nútímans endar með því að hetjan liggur í valn-
um og allt er tapað. En textatengslin liggja víðar, það er til að mynda
auðvelt að sjá í Bödda eins konar skrumskældan Don Kíkóta undir lok
sögunnar þar sem hann ríður eftir þjóðvegi 1 með skammbyssu í hönd.
Heima hjá mömmu.
Íslenskir karlmenn á tímum Hallgríms Helgasonar
Sagan af falli Bödda kallast að sumu leyti á við þann lokaða hring sem
líf Hlyns Björns í 101 Reykjavík er. Þeir eru á svipuðum aldri (Hlynur
fæddur 1962 en Böddi 1966), búa báðir einir með móður sinni, eiga
systur sem taka fullan þátt í neyslusamfélaginu og þar fram eftir göt-
unum. Það eru líka ákveðnir snertifletir á sögum þeirra Bödda og
Hlyns. Megindramað í sögu þeirra beggja snýst til dæmis um það að
þeir halda sig barna konur en nokkur vafi leikur á faðerninu.
Ef við setjum upp kynjagleraugun og skoðum sögurnar tvær með
þeim liggur rauður þráður í gegnum þær báðar: Karlmaðurinn er í
krísu. Í 101 Reykjavík hrekst Hlynur Björn út á jaðar fjölskyldunnar í því
lesbíska matríarkíi sem verður til þegar mamma hans og fjölskyldu-
vinkonan Lolla stofna fjölskyldu. Böddi á hinn bóginn streitist á móti
kjarnafjölskyldunni sem að hans mati er að drepa íslenska karlmenn úr
huggulegheitum. Gagnrýni Bödda á kynbræður sína birtist í einum af
mögnuðustu pistlum hans sem er innblásinn af upphafslínum ljóðsins
Howl eftir Allen Ginsburg. Pistillinn heitir „Þrælaheimilishald“ og hefst
á þessum orðum:
Ég sé bestu menn minnar kynslóðar leidda eins og hökufeita heimilisketti
meðfram frostköldum kistum, inn í myrkviði kexsins og pexsins. Hlekkjaðir á
fótum og höndum með æpandi feitum börnum æmta þeir hvorki né skræmta
heldur afhenda bljúgir vinnudaginn við kassann og hlaða síðan jeppann fullan
af ónauðsynjum. Stynja svo nett undir stýri áður en umsjónarkonur þeirra beina
þeim með naglalökkuðum vísifingri (beittasta vopni nútímans!) út af stæðinu
og inn á það næsta. Fullnuma í feminískum ballarbrögðum fóðra þær sífitnandi
nagdýrið sem býr innra með hverjum karlmanni – naggrísinn sem nagar helvít-
is samviskuna! – á skipunum dulbúnum sem kvörtunum í fleirtölu … (121–2)
Böddi og Hlynur eiga það sameiginlegt að vera karlmenn sem ættu að
vera á besta aldri, jafnaldrar þeirra eru virkir í samfélaginu, fyrirvinnur
og feður, en sjálfir eru þeir óvirkir á jaðri þess. Staða þeirra birtist m.a.