Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 79
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 4 79
sýnir það að ís-truflanir verða óskiljanlegar nema með réttri áherslu.
Sama verður ekki sagt um húrrahróp landsmanna sem eru undanþegin
meginreglunni um áherslu á fyrsta atkvæði. Enginn fæst til að hrópa:
„Þau lengi lifi, HÚrra, HÚrra, HÚrra.“ Flest munu hrópa: „húRA,
húRA, húRA“.
Eignarfallið á Þjóðminjasafn
Á aðventu stinga margir landsmenn niður penna til að senda ættingjum
og vinum jólakveðju. Hjá mörgum er þetta eina tækifæri ársins til nota
sjálfblekunginn við að setja persónuleg orð á blað. Og þá ríður á að vel
takist til.
Á litlu jólakorti segja menn engin stórtíðindi en þó er nóg rými til að
draga upp litla stemmningsmynd – með orðum. Sum taka þann kost að
yrkja og lýsa aðventulífi á eigin heimili; sístarfandi fólki við bakstur,
tiltektir, föndur og sull í ýmsum jóladrykkjum; öðrum lætur betur að
segja fréttir af fjölskyldunni á árinu sem er að líða; fríum, barneignum
og öðrum afrekum lífsins. Oft er samband gamalla vina og æskufélaga
bundið við þessar jólakveðjur. Fólk hittist aldrei í streittu hversdagslíf-
inu en með því að gefa sér tíma til að setjast niður og skrifa jólakort er
hægt að viðhalda tengslunum með heitstrengingum um að gera betur á
næsta ári. Þegar við lesum þessa stuttu texta sem vinir okkar senda á
jólakortunum verðum við áþreifanlega vör við mátt orðsins; þau orð
sem veljast á jólakortin lýsa umhyggjunni sem að baki býr og þau draga
upp mynd af höfundi sínum í huga viðtakandans. Mörgum er í mun að
klæðast sparifötum á jólum, þvo bílana sína, þrífa húsin og gera vel við
sig í mat og drykk. Sama viðhorf ætti að gilda þegar kemur að því að
klæða málið í sparifötin og nostra við þau orð sem við notum til að
draga upp handskrifaða ímynd okkar sjálfra í hugum vina okkar.
„Vegna tilhneigingu til eignarfallsflótta hefur íslensk málnefnd
ákveðið að grípa til varúðarráðstafana.“ Einhvern veginn á þessa leið
gæti frétt hljómað í útvarpi og ekki er víst að öllum þætti hér undarlega
að orði komist. Fyrir liðlega tuttugu og fimm árum kom þessi tilhneig-
ing til umræðu og nú má heita að sambærilegrar beygingar gæti daglega
á mörgum fréttastofum; að menn segi „vegna tilhneigingu“ í staðinn
fyrir „vegna tilhneigingar …“, noti með öðrum orðum þágufallsmynd
tiltekinna orða, einkum kvenkynsorða sem enda á -ing, -rún eða -björg,
í stað kórréttrar eignarfallsmyndar. „Hann sendi bréf til Þorbjörgu
vegna Guðrúnu“ í staðinn fyrir Þorbjargar og Guðrúnar.
Beygingakerfi skyldra tungumála hefur einfaldast mjög í tímans rás