Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 81
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 4 81
haldsleysi væri miklu þarfari en sá algengi siður okkar Íslendinga að
forðast flókna og viðkvæma umræðu um málefni og snúa okkur þess í
stað að málfarinu – líkt og þegar við eyddum fyrstu árunum af umræðu
um alnæmi í að finna orð um sjúkdóminn.
Málsóðar og málfarsfasistar
Annað slagið rjúka menn upp til handa og fóta og spyrja með þjósti:
Hvert fóru málverndarsinnarnir? Þá er kvartað undan því að íslensku-
kunnáttu blaðamanna fari aftur, mjög illa sé farið með stafsetningu og
málfræði í blaðagreinum og tilteknum málsóðum í útgáfu er formælt
með tillögum um að þeir verði saksóttir fyrir hryðjuverk gegn íslensku
ritmáli.
Það er virðingarvert í hvert sinn sem málrækt er gerð að svo tilfinn-
ingaþrungnu umræðuefni. Í því sambandi má rifja upp að árið 1906
skrifaði 23ja ára blaðamaður á Eskifirði, Baldur Sveinsson, grein í Dag-
fara og spurði: Á tunga vor að týnast? Fyrir hundrað árum þótti þeim
unga manni sem þar ritaði að útgefendur sinntu ekki skyldu sinn við
málvöndun og höfundar kæmust upp með mesta málsóðaskap. Hann
fann „mállýti og málvillur“ svo hundruðum skipti í bók vinsæls höf-
undar „en samt fær höf. mikið lof og sumir ritdómendur eyða engu orði
að málinu á bókinni. Er það ljóst dæmi þess, hve dómgreind manna í því
efni er aptur farið.“ Hið íslenska bókmenntafélag sleppur ekki heldur:
„Bækur þess eru flestar með sama soramarkinu sem annað bókarusl,
málið óvandað eða stórgallað.“ Ef til vill getum við dregið þann lærdóm
af þessari umræðu að það sé varasamt að ímynda sér að málfar hafi
verið betra hér áður fyrr á árunum. Og að baráttan við vitleysurnar
haldi áfram líkt og í Hjaðningavígum þar sem hinir dauðu rísa alltaf
upp að morgni og berjast áfram – og munu „svo bíða ragnarökkurs“,
eins og Snorri segir í Eddu sinni.
Í ljósi þeirrar hugmyndar að málfar hafi verið miklu fegurra hérna
áður fyrr er fróðlegt að rifja upp lýsingu Málfríðar Einarsdóttur á
aðstæðum við máluppeldi á æskuheimili hennar; aðstæður sem gætu
hjálpað okkur til að skilja að það er ekki einhlítt að öllu fari aftur í ver-
öldinni. Málfríður skrifar:
Á heimili afa míns og ömmu voru fjórir bræður. Tveir þeirra, hinir eldri, Einar
og Jón eldri, voru slíkir málvöndunar-yfirgangsseggir, að enginn af hinum
yngri, síst stúlkurnar, þorði að mæla orð frá vörum af ótta við að verða sprok-
settur af þessum harðstjórum. Og þögðu því allir. Jafnvel rifrildið doðnaði út.
Og varð úr þessu húsi, sem hefði átt að vera kátt, eitt þagnarinnar og dauðans